Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 32
30
Á alla tilraunina eru borin 250 kg superfosfat 20% og 222 kg kalí 37%
á ha fyrsta árið, en þetta áburðarmagn er aukið í 375 kg superfosfat og
333 kg kalí tvö síðari árin.
Tilhögun og áburður eru að öðru leyti þannig í kg á ha:
a. Ekkert köfnunarefni Ar1931 Ar 1932-33
b. Þýzkur kalksaltpétur 15.5% .... 278 kg 417 kg
c. Brennisteinss. ammoniak 20.6% 201 - 313 -
d. Kalkammonsaltpétur 20.5% . .. 201 - 313 -
e. Leunasaltpétur 26.0% 167 - 250 -
f. Chilesaltpétur 15.0% 278 - 417 -
Tilraun þessi varð í hálfgerðum molum. í fyrsta lagi eru áburðar-
skammtarnir ekki nákvæmlega jafngildir, og í öðru lagi gekk erfiðlega
að fá áburðartegundir þær, sem nota átti á réttum tíma. Fyrsta árið vant-
ar Chilesaltpéturinn alveg. Kalí og superfosfati er þá dreift 18. maí en
köfnunarefninu 29. maí. Árið 1932 er allt áburðarmagnið aukið um full-
komlega þriðjung. Kalíið er þá haustbreitt, superfosfatið borið á 17. marz
og N-áburðurinn 21. maí. Áburðarmagnið er svo óbreytt 1933, en þá
vantar Leunasaltpéturinn, og er sá liður ekki talinn með það ár. Kalíið
er haustbreitt, superfosfati dreift 6. apríl og N-áburði 2. júní.
Tilraunin er slegin og uppskeran hirt þannig:
l.sláttur: Þurrt: 2. sláttur: Þurrt:
1931 .......... 22. júll 2. ágúst 12. sept. 15. sept.
1932 ........... 9. - 18. júlí 6. - 8. -
1933 ........... 4. - 18. - 2. - 7. -
Uppskeran þessi þrjú ár og útreikningar hana áhrærandi eru á töflu
X. Þýzki kalksaltpéturinn gefur langbeztan árangur, og er munurinn ó-
eðlilegur á honum og kalkammonsaltpétri, og reyndar líka brennisteins-
súru ammoniakinu, þó að vera megi, að súráhrifa gæti fljótt á Eiðum.
Tveir síðustu liðirnir verða ekki bornir saman við hina nema frá ári til
árs þau árin, sem þeir hafa verið með. Sé það gert sést, að litlu munar á
kalksaltpétri og Leunasaltpétri og engu á kalksaltpétri og Chilesaltpétri.
Gerir þetta uppskeruna af c og d ennþá óeðlilegri.