Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 70
68
11. Búfjáráburður einn sér og með tilbúnum áburði 1931—1937.
Þessi tilraun er nátengd tilrauninni hér á undan. Hún er einnig með
búfjáráburð og tilbúinn áburð, er gerð á sama tíma og jafn lengi, áburð-
armagnið hliðstætt, einn liður sameiginlegur í báðum tilraununum,
áburður og uppskerutímar áþekkir, og líklega eru tilraunirnar gerðar á
líkum slóðum og í líkum jarðvegi. Áburðarreitir eru 7.07 x 7.07 = 50 m2
og sláttureitir 5 x 5 = 25 m2. Liðir tilraunarinnar eru fjórir og endur-
tekningar jafnmargar. Tilhögunin venjuleg fjórskipan. Áburður á lið-
ina var þannig (í svigum 1931), allt miðað við ha:
a. 33.34 (16) tonn kúamykja
b. 33.34 (16) tn kúamykja,.208.4 (100) kg Þýzkur kalksaltp. 15.5%
c. 16.67 (8) tn kúamykja, 416.8 (200) kg Þýzkur kalksaltp. 15.5%
d. 16.67 (8) tn kúamykja, 416.8 (200) kg Þýzkur kalksp. 15.5%, 208.4 (102) kg superf.
Þótt þessi tilraun og tilraunin hér á undan lxafi einn lið eins með
farinn, sem er 33.34 tonn af kúamykju á ha, er ekki hægt að gera á þeim
beinan samanburð. Þetta hefði verið hægra, ef borið hefði verið á b-lið-
inn yó búfjáráburður -j- \/2 tilbriinn áburður, en að krókaleiðum má
þetta þó takast.
Áburður og uppskerutímar voru þannig:
Áburðartímar:
Kúamykja Superfosfat Saltpétur
1931 19. maí 17. maí 23. júní
1932 17. - 16. marz 11. -
1933 1. - 11. apríl 10. -
1934 3. - 4. - 15. -
1935 8. - 9. maí 12. -
1936 4. - 5. - 8. -
1937 19. apríl 18. apríl 2. -
Uppskera og hirðing:
1. sláttur Hirtur 2. sláttur Hirtur
1931 9. ágúst 23. ágúst
1932 22. júlí 12. — 16. sept. 20. sept.
1933 18. - 26. júlí 12. - 16. -
1934 21. - 7. sept. 15. — 22. -
1935 26. - 10. ágúst 16. — 25. -
1936 11. - 23. júlí 6. - 15. -
1937 19. - 29. - 16. - 24. -
Um ávinnslu og hreinsun er sama að segja og um tilraun 10.
Þar sem áburðarlausan lið vantar, er ekki unnt með vissu að vita, hve