Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 90
88
ræktun hvítsmára í graslendi. Tilraunir þessar hófust allar 1938, en gáfu
enga eftirtekju fyrsta árið nema þessi.
Tilraun þessi var í þremur liðum og endurtekningar þrjár. Stærð reita
var 7.07 x 7.07 = 50 m2, en sláttureitir 5 x 5 = 25 m2. Áburður á ha
var þannig í kg: 300 kg þýzkur kalksaltpétur 15.5%, 300 kg superfosfat
18% og 200 kg kalí 37%. Vera má, að í stað þessa áburðarmagns hafi
sum árin verið notuð 300 kg af nitrophoska 16.5% N, 16.5% P2O5 og
21.5% K20, og tvö síðustu árin var notað ammophos (16 N -þ 20 P2Os)
og kalí með því, en áburðarmagn óþekkt.
Liðir voru þannig meðfarnir:
a. Engum smára sáð.
b. 20 kg af hvítsmárafræi (Morsö) á ha sáð og valtað
c. 20 kg af hvítsmárafræi (Morsö) á ha sáð, landið rifið með hrífu eða
léttu herfi og síðan valtað
Landið, sem sáð var í, var gamalt tún með þéttri grasrót en ekki há-
vöxnu grasi. Smárinn mttn vafalaust hafa verið smitaður áður en honum
var sáð. Fræinu var sáð 10. júní 1938, og kom það vel upp í öllum reitun-
um, sem því var sáð í, og virtist lítill munur á því, hvort reitirnir voru
rispaðir eða eigi.
Sláttur og hirðing uppskerunnar var þannig:
1. sláttur: 2. sláttur:
Slegið Vegið þurrt Slegið Vegið þurrt
1938 ............... 18. júlí 26. júlí 31. ágúst 2. sept.
1939 ............... 27. júní 11. - 28. - 31. ágúst1)
1940 ................ 9. júlí 12. — 31. — 5. sept.
1941 ................ 9. - 13. - 16. - 1. -2)
1942 ............... 11. - 19. - 8. sept. 15. -3)
1) Smárinn í toppum, ekki jafn. 2) Smárinn breiðist út, einkum á c. 3) Smárinn
breiðist út, mest á c.
Uppskeran af þessari tilraun, í hkg og hlutföllum, sést á töflu XXIV. >
Árangurinn af smárasáningunni hefur ekki orðið mikill en þó nokk-
ur, og hefði vafalaust getað orðið betri, ef fyrr hefði verið sleginn 1. slátt-
ur árin 1939 og 1940. Bæði þessi ár er of seint slegið, sem sést bezt á því,
að háin er mjög rýr samanborin við fyrri sláttinn, en þetta er hvítsmár-
anum mjög hættulegt, einkum á meðan hann er að ná fótfestu. Síðustu
árin er smárinn aftur að vinna á, einkum á c-liðnum.
Á Akureyri og Sálmsstöðum hafa einnig verið gerðar tilraunir með
sáningu smára í gróið land. Hér skulu teknar nokkrar sambærilegar tölur,
allt hkg af heyi af ha. Hlutfallstölur eru í svigum:
<*