Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 60
58
anber tilraun 2 hér að framan. Má gera ráð fyrir, að ef borið hefði verið á
í september öll árin, hefði vaxtaraukinn af búfjáráburðinum orðið nær
því helmingi meiri.
Athugun á öryggi tilraunarinnar gaf eftirfarandi árangur:
Frávik Frxtala Meðalfrávik F-gildi
Áburður : áburðarlausu . . 26775.0 1 26775.0 3483.61##*
Áburðartegundir ......... 17410.11 1 17410.11 2265.17###
Skekkja ................ 945.33 123 7.686
Fyrir samanburð tegundanna verður meðalskekkjan m = ± 38 kg
hey á ha og meðalmunurinn m/m = ± 54 kg hey á ha. Hvorttveggja er
mjög lítið.
Tilbúni áburðurinn gaf að meðaltali .. 5048 kg hey af ha
Búfjáráburðurinn gaf að meðaltali .... 2555 — — — —
Vaxtarmunur ..................... 2493 ± 54 T-tala = 46.2
Allar sýna tölur þessar mjög raunhæfan árangur og mjög litla skekkju.
Á Akureyri hafa verið gerðar tvær tilraunir áþekkar þessari. í ann-
arri var borið saman kúamykja (haugur og hland saman) og tilbúinn
áburður. Áburðarmagn af búfjáráburði var 22 tonn á ha, en af tilbúnum
áburði 250 kg kalksaltpétur, 200 kg superfosfat og 100 kg kalí á ha. Til-
raunin gaf að meðaltali í sex ár, 1925—1930, hkg hey af ha:
Búfjáráburður 54.8 Tilb. áburður 48.4
Áburðarmagnið er mjög hliðstætt því, sem var fyrstu árin á Eiðum,
en búfjáráburðurinn hefur gefið miklu betri raun á Akureyri, saman-
borið við tilbúna áburðinn. Þá var líka gerður á Akureyri í fimm ár,
1929—1933, samanburður á haug (hlandið fráskilið) og tilbúnum áburði.
Áburðarmagnið af haugnum var fyrstu tvö árin 22430 kg á ha, en 33645
kg síðustu þrjú árin. Tilbúni áburðurinn var 510 kg kalksaltpétur, 204
kg superfosfat og 163 kg kalí á ha.
Uppskeran varð þannig í hkg af ha:
Áburðarlaust Haugur Tilb. áburður
Meðaltal 1929-1930 .......... 19.3 24.8 60.0
Vaxtarauki .................. 5.5 40.7
Meðaltal 1931-1933 .......... 15.8 31.6 54.6
Vaxtarauki .................. 15.8 38.8
Segja má, að þetta sé ekki óáþekkt reynslunni á Eiðum. Fyrstu tvö