Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 30
28
Áburðarreitir voru 6 x 6 = 36 m2 að stærð og sláttureitir 5 x 5 = 25 m2.
Varðbelti því einn metri. Reitatilhögun venjuleg stífð ferskipan.
Svo virðist, sem fyrstu tvö árin liafi verið borið eitthvað af búfjár-
áburði á alla tilraunina og auk þess 278 kg af Chilesaltpétri fyrsta árið,
og er það nefndur stofnskammtur. Þrjú síðustu árin er enginn búfjár-
áburður borinn á, en í hans stað 250 kg af superfosfati á ha. Áburður
liðanna er annars þannig í kg á ha:
Ar 1926 Ar 1928-29
a. Enginn köfnunarefnisáburður b. Þýzkur kalksaltpétur 15.5% 208 kg 278 kg
c. Brennisteinssúrt ammoniak 20.6% . .. 161 - 208 -
d. Saltsúrt ammoniak 24.0% 133 - 181 -
e. Noregssaltpétur 13.0% 250 - 333 -
f. Urínstoff 46.0% 70 - 92 -
Áburðarskammtar þessir hafa átt að vera jafngildir, hvað köfnunar-
efni áhrærir, en hafa naumast verið það nákvæmlega, þótt ekki muni
miklu, að minnsta kosti tvö síðustu árin.
Ekkert er tekið fram um áburðar- og sláttutíma árið 1926, en tilraun-
in er aldrei nema einslegin. Árið 1928 er köfnunarefnisáburður borinn
á 14. júní, slegið 31. júlí og uppskeran hirt 10. ágúst. Þá er þess getið, að
kal hafi verið í sumum reitunum og einkum tilnefndir al, a5 og f2. Árið
1929 er superfosfati dreift 15. marz, þýzkum saltpétri, saltsúru ammoniaki
og úrinstoffi 30. maí, en hinum tveimur tegundunum ekki fyrr en 17.
júní. Þá er slegið 20. júlí og hirt 23. sama mánaðar.
Tafla IX.
Uppskera i hkg af ha, hey°f0 og uppskeruhlutföll úr samanburði
á N-áburði árin 1926—1929.
a. Enginn N-áburður b. Þýzkur kalksaltp. 15J% C. Brennist.s. amm. 20.6%
Uppskera Hey % Hlutföll Uppskera Hey % Hlutföll Uppskera Hey % Hlutföll
gras hey gras hey gras hey gras hey gras hey gras hey
1926 .. 39.2 13.1 33.3 39 40 100.8 33.6 33.3 100 100 95.6 31.9 33.3 95 95
1928 .. 31.6 12.0 38.0 53 49 59.6 24.4 40.9 - - 59.2 23.6 39.9 99 97
1929 .. 29.2 12.8 43.8 33 35 88.0 36.4 41.4 - - 64.4 25.6 39.8 73 70
Meðallag 33.3 12.6 37.8 40 40 82.8 31.5 38.0 100 100 73.1 27.0 36.9 88 86