Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 74
72
12. Samanburður á fosfóráburði 1938—1940.
Tilraun þessi er aðeins gerð í þrjú ár, en hefði þurft að halda áfram
mikið lengur. Liðir hennar eru fimm og endurekningar fimm. Reita-
stærð 7.07 x 7.07 = 50 m2 og sláttureitir 25 m2. Grunnáburður á alla
tilraunina árlega er 200 kg 37% kalí og 400—500 kg kalksaltpétur 15.5%
á ha. — Af fosfóráburði var áburðarmagnið þannig:
a. Enginn fosfór
b. 300 kg superfosfat á ha
c. 320 — Thomasfosfat á ha
d. 200 — Rhenaniafosfat á ha
e. 300 — superfosfat, kornað, á ha
Ekki er það öruggt, að fosfórinn hafi verið nákvæmlega jafn mikill á
liðunum, en ekki er getið um styrkleika fosfóráburðarins, og verður því
ekkert fullyrt um þetta. Áburður og uppskerutíihar voru þannig:
Aburðartímar:
Fosfór Kalí Saltpétur
1938 ............ 16. maí 16. maí 20. maí
1939 ............ 10. - 23. apríl ?
1940 ............. 6. — 26. — 15. maí
Uppskera og hirðing:
1. sláttur Hirtur 2. sláttur Hirtur
1938 ............. 1. ágúst 4. ágúst 13. sept. 17. sept.
1939 ............. 17. j úlí 1. - 13. - 16. -
1940 ............. 18. - 29. júlí 12. - 20. -
Uppskera og uppskeruhlutföll eru á töflu XIX, og er enginn teljandi
munur í tilrauninni, hvorki milli fosfóráburðar og þess, sem engan fos-
fóráburð fékk, eða milli áburðartegunda innbyrðis. Þetta er þeim mun
undarlegra, sem í flestum öðrum tilraunum á Eiðum er greinilegur fos-
fórskortur. Tilraun þessi lilýtur því að hafa verið gerð í landi, sem áður
var búið að fóðra vel með fosfóráburði eða sem tekið hafði miklum breyt-
ingum frá því, sem upphaflega var, því að ella hefði fosfórskortur átt að
koma fram á þremur árum.
í hliðstæðri tilraun á Akureyri var fosfórskortur augljós á öðru og
þriðja ári og á Sámsstöðum þegar á fyrsta ári:
Árið
Fosfórl.
1938:
Superf.
Árið
Fosfórl.
1939:
Superf.
Árið
Fosfórl.
1940:
Superf.
Eiðar 55.6 55.4 55.6 53.2 64.0 67.6
Akureyri 82.0 79.2 72.4 84.4 62.4 72.8
Sámsstaðir .... 47.6 66.4 74.4 92.4 51.9 68.5