Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 15
13
sé einhvers staðar á milli 400 og 600 mm, eða aðeins meiri en á Akureyri,
en helmingi minni heldur en á Sámsstöðum.
Tafla II.
Úrkoma d Eiðum i mm sumarmánuðina april—september
1910-1916 og 1924-1930.
Ár Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Samtals
1910 ... 20.2 50.6 25.2
1911 21.3 9.1 41.1 15.2 48.9 . .
1912 ... . . 12.2 1.4 11.0 32.0 40.3 66.6 163.5
1913 ... .. 87.2 36.5 18.2 5.6 32.7 26.2 206.4
1914 ... .. 7.2 8.6 26.7 38.5 55.3 39.3 175.6
1915 ... . . 18.6 0.0 4.5 21.5 3.2 19.2 67.0
1916 ... 1.1 3.5 16.9 8.0 . .
1924 .. . .. 9.9 5.7 64.6 18.5 34.8 55.0 188.5
1926 ... .. 31.1 51.5 17.7 21.5 101.5 50.5 273.8
1927 ... 20.6 10.8 32.0 36.0
1928 ... 5.4 27.3 10.5 14.9
1930 ... 16.8 14.6 21.0 44.7 15.8
Meðaltal . .. .. 27.7 17.7 17.6 21.8 36.5 33.8 155.1
Um aðra þætti veðurfarsins á Eiðum, svo sem vinda, raka o. fl., verður
ekki rætt hér. Vera má, að einhverja vitneskju um þetta mætti fá af veður-
athugunum þeim, sem þar hafa verið gerðar, en það mundi krefjast mik-
illar vinnu og óvíst um árangurinn. Sama er að segja um jarðhitamæling-
ar, sem gerðar voru á Eiðum í nokkur ár.
Af því, sem hér hefur verið sagt um veðurathuganirnar á Eiðum, má
draga eftirfarandi ályktanir:
Sumarhitinn á Eiðum hefur reynzt nokkru lœgri heldur en á þeirn
tilraunastöðvum öðrum, sem starfað hafa samtímis i öðrum landshlutum,
og hefur lengst af mátt teljast óhagstœður til annarrar rcektunar heldur
en gras- og grcenfóðurrœktar. Þó hefur hitinn þar farið greinilega vaxandi
og hefði siðasta áratuginn, sem stöðin starfaði, átt að nægja fljótvöxnum
byggtegundum til fulls þroska. Um úrkomuna er of lítið vitað, en ekki er
sennilegt, að skortur á henni hafi oft hindrað sprettu að nokkru ráði.
Vorkuldar hafa sjálfsagt oft tafið vorstörf, svo sem jarðvinnslu, sáningu
og setningu jarðepla. Liklegt er, að mest allt Héraðið ofan við Eiða, að
Jökuldal undanskildum, hafi hagstæðari sumarhita heldur en Eiðar, en
aftur sé hitinn lægri i útsveitunum. Ekki er þó víst, að þessi munur sé
mikill nema á örfáum stöðum.