Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 29
27
G r a s Hey Vaxtarmunur
Kgafha Hlutf. Kgafha Hlutf. Kg af ha
a. Haustbreitt, herfað þegar 9369 100 3916 100
b. Haustbreitt, vorherfað .. 8551 91 3618 92 -r- 298 ± 112
c. Vorbreitt, herfað þegar . 7300 78 3042 78 -í- 874 ± 112
d. Vorbreitt, herfað síðar . . 8119 87 3285 84 -í-631 ± 112
Einnig má bera saman haust- og vordreifinguna annars vegar en á-
vinnslutímana hins vegar. Vaxtarmunur á haust- og vordreifingu verður
2ð meðaltali 604 ± 80 kg af heyi af ha, en munurinn á haust- og vor-
ávinnslu er 298 ± 80 og á vorávinnslu strax og síðar 243 ± 80. F-talan
fyrir haust- og vordreifingu er 58.1 *** en fyrir ávinnslu 11.7** og gefa
báðar full líkindi. T-tölurnar verða 7.6 fyrir muninn á haust- og vor-
dreifingu, og er það mjög gott öryggi, en fyrir ávinnsluna 3.7 og 3.0, og
er það í minnsta lagi en þó sæmilegt öryggi. Meðalskekkjan á allri til-
rauninni er um ± 80 kg á ha.
Engar hliðstæðar tilraunir hafa verið gerðar á Akureyri eða Sámsstöð-
um hvað ávinnslu áhrærir. Af tilraun þessari má helzt draga eftirfarandi
ályktanir:
1. Yfirburðir haustbreiðslunnar í tilrauninni eru mjög augljósir og
hefðu vafalaust orðið meiri, ef áburðinum hefði verið dreift áður en jörð
fraus á haustin. Munurinn er um 600 kg af heyi á ha, eða áþekkur og
munurinn á október- og aprildreifingu i tilraun 2. Má þvi segja, að gott
samræmi sé á milli tilraunanna.
2. Það virðist vinningur að herfa áburðinn niður þegar eftir dreifingu
að haustinu, en vafasamur gróði að vinna á þegar eftir dreifingu í april.
Má vera, að jarðvegurinn, sem þá er oft gljúpur og blautur, þoli ávinnsl-
una illa.
4. Samanburður á köfnunarefnisáburði 1926—1933.
Á þessu tímabili eru gerðar þrjár tilraunir á Eiðum með samanburð
á köfnunarefnisáburði. Tvær þeirra eru þó af ýmsum ástæðum, er nefnd-
ar verða hér á eftir, í hálfgerðum molum. Ekki er tilhögun þessara til-
rauna eins, og eigi sömu tegundir áburðar í þeim öllum. Verður því að
rekja hverja þeirra sérstaklega.
I. 1926-1929.
Tilraun þessi er hafin 1926 og gerð í fjögur ár. Hér er þó aðeins ár-
angur þriggja ára rakinn, því að tilraunaskýrslur fyrir árið 1927 vantar.
Þeim virðist hafa verið ætlað rúm í tilraunabókinni, en hafa aldrei verið
færðar þar inn. Gildir þetta um tvær eða þrjár tilraunir aðrar, er hefjast
árið 1927.
Tilraun sú, sem hér um ræðir, var sex liða og endurtekningar fimm.