Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 34
32
III. 1929-1933.
Þriðja tilraunin með samanburð á köfnunarefnisáburði er gerð á ár-
unum 1929—33, og er hún því að nokkru samtímis tilraunum þeim, er
raktar hafa verið hér að framan. Þetta er ein af svokölluðum Hansenstil-
raunum, er gerðar voru að undirlagi umboðsmanns áburðarverksmiðj-
anna þýzku í Danmörku, H. P. Hansens. Tilraunir þessar voru gerðar á
nokkrum stöðum hér á landi og hefði verið æskilegt að gera þær allar
upp í einu lagi, en þess mun varla kostur, eins og sakir standa, og er því
sjálfsagt að gera tilraunum þessum, er gerðar voru á Eiðum, sömu skil
og öðrum tilraunum stöðvarinnar.
Tilraun þessi er í fimm liðum og samreitir fimm. Stærð áburðarreita
var 7.07 x 7.07 = 50 m2, en stærð sláttureita 5 x 5 = 25 m2, og niðurröð-
un reita venjuleg ferskipan.
Grunnáburður á alla tilraunina er þannig í kg á ha:
Fyrstu þrjú árin: 320 kg superfosfat 20% og 250 kg kalí 37%.
Síðustu tvö árin: 480 kg superfosfat 20% og 375 kg kalí 37%.
Að öðru leyti var liðaskipan og áburður á tilraunina þannig, einnig
í kg á ha:
Ár 1929-31 Ár 1932-33
a. Ekkert köfnunarefni
b. Brennisteinssúrt ammoniak 20.6% . . 226 kg
c. Kalkammonsaltpétur 20.5%........... 227 —
d. Þýzkur kalksaltpétur 15.5% ........ 300 —
e. Sami áburður ...................... 600 —
375.0 kg
340.6 -
450.0 -
900.0 -
Við þetta er það að athuga, að svo framarlega sem öll árin hefur verið
notað brennisteinssúrt ammoniak af sama styrkleika, þá er borið meira
köfnunarefni á þann lið tvö síðustu árin heldur en hina liðina, svo að
nemur 11%. Má vera að þetta valdi því, hve hlutfallslega góða uppskeru
þessi liður gefur síðasta árið.
Sá ljóður er ennfremur á framkvæmd tilraunarinnar, að tvö árin, 1929
og 1931, er aðeins einslegið. Bæði árin er áburðurinn borinn óeðlilega
seint á. Hin árin er, þrátt fyrir góða sprettu á sumum liðum, slegið svo
seint, að háar % verður mjög lágt, en hey % stundum óeðlilega hátt. Það
virðist hafa verið viðtekin regla á Eiðum, að slá ekki fyrr en komið var
fram um miðjan júlí, hverju sem viðraði. — Áburðardreifing, sláttur og
hirðing fór þannig fram:
Kalí Superf. N-áburður 1. sláttur Þurrt 2. sláttur Þurrt
1929 . 1. maí 10. maí 18cl7. júní 6. ágúst 12. ágúst
1930 . Haustbr. 6. apr. 20. maí 21. júlí 24. júlí 10. sept. 13. sept.
1931 . — 22. — 30. júní 14. ágúst 24. ágúst
1932 . - 17. marz 24. maí 21. júlí 12. ágúst 15. sept. 20. sept.
1933 . . 29. marz 12. apr 2. júní 26. júlí 2. — 13. — 16. —