Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 84
82
Tafla XXII. Uppskera i hkg af ha og hlut-
Árið 1935 Árið 1936
Út- Uppskera Hlutföll Út- Uppskera Hlutföll
sæði Sam- Smá- Not- Sam- Not- sæði Sam- Smá-1 Not- Sam- Not-
tals ar hæf. tals hæf. tals ar hæf. tals hæf.
Kerr’s Pink (Eyvindur) 13.3 216.7 33.3 183.4 100 100 20.0 230.0 33.3 196.7 100 100
Rauðar íslenzkar 10.0 286.7 80.0 206.7 132 113 14.7 420.0 160.0 260.0 183 132
Seks ukers 10.0 263.3 26.7 236.6 122 129 20.0 413.3 36.7 376.6 180 191
Parnassia 10.0 158.0 20.0 138.0 73 75 16.7 340.0 26.7 313.3 148 159
AhundancexRogal r. 10.0 310.0 33.3 276.7 143 151 19.3 340.0 40.0 300.0 148 153
Arron Consul 6.7 40.0 6.7 33.3 18 18 12.7 300.0 66.7 233.3 130 119
King George 10.0 65.0 13.3 41.7 30 23 13.3 256.7 36.7 220.0 111 112
Rauðar íslenzkar 10.0 373.3 133.3 240.0 172 131 16.0 380.0 130.0 250.0 165 127
Up to Date 11.3 320.0 53.3 266.7 148 145 18.7 250.0 56.7 193.3 109 98
stöðum. Borið var á 100 kg kalí, 400 kg superfosfat og 150—200 kg Þýzk-
ur saltpétur á ha. Sáðmagn af byggi og höfrum var 200 kg á ha.
Árið 1935 var bygginu og höfrunum sáð þann 23. maí, og er talið,
að byggið hafi þroskazt nokkuð þetta sumar. Holtbyggið á 120 dögum,
þar næst Lökenbygg en Dönnesbygg síðast. Hafrarnir eru skornir eftir
130 daga og heldur illa þroskaðir. Rúgnum var sáð 30. maí, og var hann
sleginn sem gras 7. ágúst.
Af Dönnesbyggi fengust 40 kg af korni óhreinsað, en það mun hafa
verið í um 250 m2, og svarar þetta því til 16 hkg af ha. Betri var upp-
skeran af hinum tegundunum. Holtbyggið gaf 17 kg af 50 m2, sem ætti
að samsvara 34 hkg af ha, og Lökenbyggið 16 kg af 50 m2 eða 32 hkg af
ha, auðvitað allt óhreinsað.
Árið 1936 er þetta bygg notað til útsæðis. Sáð var 20. maí, en árang-
urinn varð lélegur, og var því um kennt, að komið muni hafa tapað gró-
magni í geymslunni, ekki verið nægilega þurrt. Þó fékkst eitthvað af
þroskuðu byggi, en það var smátt og uppskera lítil. Vetrarrúgurinn kom
ekki upp, hefur vafalaust farið í ax þegar á fyrsta ári, vegna þess, hversu
snemma var sáð. Hafrar þroskuðust ekki.
Loks er svo sáð byggi 19. maí 1937 í 500 m2. Það er talið hafa þrosk-
azt vel, en skemmdist í meðförunum, því að illa gekk að þurrka það.