Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 82

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 82
80 Árið 1935 var sáð 3. júní og tekið upp 10,—15. október. Árið 1936 var sáð 25. maí og tekið upp 1.—2. október. Uppskeran í hkg af ha sést á töflu XXI. Virðist svo, sem tegundin Öster Sundom hafi borið verulega af í þessari tilraun. Hún hefur gefið frá 20—30% meiri uppskeru heldur en hinar tegundirnar, eða að meðal- tali 84—128 hkg meira af ha árlega. Munur þessi kemur ekki aðeins fram í einstökum árum, heldur öll árin, en nokkuð misjafnlega mikið. Upp- skeran er sjaldan sæmileg, sum árin léleg, og er sjálfsagt fjarri því, að ræktun fóðurrófna geti keppt við grænfóðurliafra eða grasrækt. Nokkur galli er það, að ekkert er vitað um skemmdir eða trénun í rófunum. Á Akureyri voru gerðar tilraunir með flestar sömu tegundir 1927— 1928. Fynsk Bortfelder og Öster Sundom gáfu þar mesta uppskeru, en í þeim bar talsvert á skemmdum og trénun, einkum síðara árið, en Dales Hybride var eina tegundin, sem var skemmdalaus bæði árin. 16. Athuganir á fóðurmergkáli til ræktunar. Það er ekki hægt að telja þetta reglulega tilraun, því að aðeins er um einn lið að ræða, en fóðurmergkáli var sáð í sex sumur á Eiðum í 100 m2 reit og uppskeran vegin. Um áburð er ekkert bókað, og einnig sjaldnast um sáðtíma eða uppskerutíma. Kálinu er sáð í raðir með 50 cm bili. Það er ekki grisjað. Sprettan á kálinu varð þannig: Ár Uppsk. í hkg áha Athugasemdir: 1932 ........... 274.0 Sprettan léleg, hæð um i/2 m. 1933 ........... 522.5 Jöfn spretta, hæð um 1 m, sverir leggir. 1934 ....... 775.5 Ágæt spretta, hæð um 1.5 m. Nokkuð jafnt. 1935 ........... 517.5 Sæmileg spretta, hæð um 1 m. 1936 ........... 300.0 Léleg spretta, hæð 50—75 cm. 1937 ....... 350.0 Sáð 30/5, slegið 10/10. Fremur lélegt og lágvaxið. Segja má, að árangur þessi af ræktun fóðurmergkáls hafi orðið von- um framar. Þrjú ár af sex gefa ágæta uppskeru, en þau sumur eru líka í hlýrra lagi. 17. Samanburður á kartöfluafbrigðum í fjögur ár. Ræktun á kartöflum var aldrei talin ábatavænleg á Eiðum. Á fyrstu árum stöðvarinnar var hún reynd nokkrum sinnum, en jafnan með svo lélegum árangri, að eigi þótti taka því að vega uppskeruna, ef hún þá var einhver. Þrátt fyrir þessa döpru reynslu, er árið 1935 hafin á ný saman- burður á kartöfluafbrigðum í stöðinni. Tilraun þessi virðist þó hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.