Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 14

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 14
12 Á því 30 ára tímabili, sem hitamælingarnar ná yfir, fer hitamagnið vafalaust vaxandi, og sést þetta bezt þegar reiknuð eru út meðaltöl fyrir tíu ára tímabil. Til samanburðar er tekinn meðalhiti og hitasumma fyrir maí—sept. frá Akureyri og Reykjavík/Sámsstöðum fyrir tímabilið 1920— 1941 og sést, að þar hefur þróunin orðið mjög í sömu átt. Veðurathuganir hefjast ekki á Sámsstöðum fyrr en 1928 að tilrauna- stöðin tekur þar til starfa, en frá 1920—1927 eru notaðar hitamælingar frá Reykjavík. Er hvort tveggja, að tilraunastöðin var þá þar, og svo telur Klemenz Kristjánsson, að hitinn í Reykjavík og á Sámsstöðum sé mjög áþekkur sumarmánuðina. Svo langt, sem samanburðurinn nær, hefur hitinn á Eiðum verið nokkru lægri heldur en á Akureyri og Sámsstöðum, en munurinn virðist hafa farið minnkandi. Svo virðist, sem vorin séu oft fremur köld og þurr á Eiðum en haustin tiltölulega hlý. Hitinn á Eiðum og Akureyri fylgist nokkurn veginn að en sveiflast ekki ætíð á sama hátt í Reykjavík og á Sámsstöðum. Þetta er mjög skiljanlegt. Köldu sumrin verða tiltölulega kaldari á Norður- og Austurlandi heldur en sunnan- lands, en heitu sumrin líka hlutfallslega hlýrri. Ekki hefur verið reynt að bera saman lágmark eða hámark hitans á þessum stöðum, og er örðugt að fá þar um sambærilegar tölur, vegna þess hve athuganirnar á Eiðum eru sundurslitnar, en líklega er talsvert hætt við næturfrostum á Eiðum vor og haust. Verður svo ekki fjölyrt frekar um hitamælingar þessar. Annar meginþáttur veðurfarsins er úrkoman, en á Eiðum hafa úr- komumælingarnar verið ennþá meira í molum heldur en hitamælingarn- ar og við engar aðrar að styðjast, því að á Nefbjarnarstöðum var úrkoman ekki mæld. Einna samstæðastar eru regnmælingarnar á Eiðum yfir sumar- mánuðina, en þótt sumarúrkoman, og þá einkum úrkoma vorsins, skipti miklu máli fyrir sprettuna, þá gerir úrkoman á öðrum árstíðum það einnig og þá helzt síðari hluta vetrar, en hvort tveggja er, að úrkomumæl- ingar voru aðeins gerðar á Eiðum með höppum og glöppum á veturna og þær virðast einnig hafa verið mjög ónákvæmar, því væri úrkoman snjór, tókst sjaldan að hemja hann í mælinum. Til þess að láta þetta þó eitthvað heita, hefur verið tekin saman tafla yfir þær úrkomumælingar, sem til eru fyrir mánuðina apríl—sept., og hefur síðan verið reiknuð út meðalúrkoma þessara mánaða af þessum athugunum. Nákvæmni þessara talna er þó vafalaust lítil, því að samstæðar athuganir ná yfir aðeins fá ár. Samkvæmt þessum útreikningum er úrkoman lítil á vorin, einkum í maí—júní, en vex, þegar líður á sumarið. Þetta er ekki óáþekkt því, sem á sér stað á Akureyri. Hins vegar virðist úrkoman þessa sex mánuði varla ná 2/5 hlutum af úrkomunni á Sámsstöðum á sama tíma. Ógerlegt er að fullyrða nokkuð um ársúrkomuna á Eiðum, en ekki er ósennilegt, að hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.