Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 51
49
Saltpétur borinn á:
í einu lagi í tvennu lagi Mismunur
Meðalheyfengur í hkg á ha 1929—31 ... 58.7 49.7 -=-9.0
Meðalheyfengur í hkg á ha 1932—34 ... 91.1 91.7 0.6
Fyrra tímabilið er munurinn mikill, níu heyhestar af ha árlega vor-
breiðslunni í hag. Þrjú síðustu árin er munurinn sama og enginn, en það
sem hann er, styður hann fremur tvískiptinguna, en er þó svo lítill, að
ekkert er með hann gerandi. Þetta sýnir þó, að þótt tvískipting N-áburð-
arins sé óhagkvæm, meðan áburðarmagnið er tiltölulega lítið, getur annað
orðið uppi á teningnum þegar farið er að nota stóra áburðarskammta.
Tilraunin sýnir þetta að vísu ekki, því að engan veginn borgar sig að
skipta stærra áburðarmagninu, en það gæti orðið vinningur, ef áburðar-
magnið væri aukið til muna. Margt getur komið til álita í sambandi við
tvískiptingu N-áburðarins, svo sem veðurfar, gróður, frjósemi, fóðurgildi,
sláttutími o. fl.
Vaxtarmunurinn í tilrauninni er tvenns konar, fyrir N-áburð og fyrir
áburðaraðferð, og skiptast frávikin þannig:
Frávik Frítala Meðalfrávik F-gikli
Fyrir köfnunarefni............ 2515.27 1 2515.27 820.6***
Fyrir aðferðir................ 10.03 1 10.03 3.27
Skekkja ...................... 90.07 32 3.065
F-talan fyrir vaxtarmuninn milli aðferða gefur varla meira en 90%
líkur fyrir raunhæfum mismun, en ef aðeins væru tekin þrjú fyrstu árin,
mundi mismunurinn vafalaust hafa orðið vel raunhæfur.
Meðalskekkjan, m = ± 116 kg af heyi á ha, m/m — ± 164 kg hey á ha
fyrir köfnunarefnið, enm=± 164 lcg og m/m = ± 232 kg af heyi á ha
fyrir aðferðir. Vaxtarmunurinn fyrir aðferðir var aðeins 422 kg af heyi á
ha, T = 1.82, sem gefur ekki full líkindi.
Tilraunir hliðstæðar þessari voru gerðar frá 1931—1937 í Tilrauna-
stöðinni á Akureyri, bæði með minna og meira áburðarmagnið og á
Sámsstöðum í þrjú ár með meira áburðarmagnið, en enginn raunhæfur
munur fyrir skiptingu varð í neinurn af þessum tilraunum.
Samandreginn árangur af þessari tilraun verður:
1. Það virðist óhagkvæmt að tvískipta N-áburðarmagni, sem er ekki
nema um 60 kg af hreinu N á ha.
2. Það fœst enginn teljandi vaxtarauki fyrir skiptingu N-áburðar, á
meðan áburðarmagnið fer ekki yfir 100 kg hreint N á ha, en það er greini-
lega aukin fyrirhöfn að bera tvisvar á.
3. Það er hugsanlegt, að fóðurgildi háarinnar verði betra, ef N er
borið á á milli slátta, en sama árangri á að mega ná með þvi að bera allan
N-áburðinn á að vorinu og slá snemma.
7