Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 71
69
mikinn vaxtarauka búfjáráburðurinn gefur, en annað hvort hefur hann
gefið miklu lakari raun heldur en í tilraun nr. iO, og mátti þó varla lak-
ara vera, eða iandið áburðarlaust hefur gefið sáralítið af sér, og bendir
margt til þess síðara, meðal annars það, að fyrstu tvö árin er a-liðurinn
aðeins einsleginn og gefur þó mun minni uppskeru heldur en eins með
farinn liður í nr. 10 gefur í fyrri slætti.
Tilraun nr. 10 gaf heykg að meðaltali af ha fyrir a-lið 1310, fyrir
b-lið 2939; mismunur 1629.
Tilraun nr. 11 gaf heykg að meðaltali af ha íyrir a-lið 2230.
Hefði áburðurinn gefið áþekkan vaxtarauka í báðum tilraununum,
hefði áburðarlaust í síðari tilrauninni ekki átt að gefa nema um 600 kg
af heyi af ha.
Gerum nú ráð fyrir, að búfjáráburðurinn hafi gefið 1600 heykg í
vaxtarauka af ha í báðum tilraununum. Viðbót af \A saltpétri gefur 1836
kg af heyi af ha. í tilraun nr. 10 gefur fullur tilbúinn áburður 2526 kg
vaxtarauka umfram búfjáráburðinn, eða um 3300 kg umfram \/2 búfjár-
áburð, sem er hlutfallslega nokkru minna heldur en hálfur saltpétur hef-
ur gefið í nr. 11. Sé nú gert ráð fyrir, að vaxtaraukinn verði hlutfallslega
jafn mikill eftir 1 / x saltpétur eins og eftir \/2 saltpétur, ætti sá fyrrtaldi,
til viðbótar \/2 búfjáráburði, að gefa um 3600 kg af heyi í vaxtarauka af
Tafla XVIII.
Uppskera i hkg af ha, hey°J0, háar% og uppskeruhlutföll úr samanburði
á búfjáráburði án og með tilbúnum áburði.
A. 1. sláttur:
Ár a. b. c. d.
gras hey hey% gras hey hey% gras hey hey% gras hey hey%
1931 .. 47.0 20.5 43.6 50.5 20.5 40.6 74.0 25.5 34.5 67.5 26.0 38.5
1932 .. 32.0 12.5 39.1 90.0 27.5 30.6 104.0 31.0 29.8 113.0 33.0 29.2
1933 .. 30.6 15.2 49.7 83.0 33.0 39.8 122.0 45.0 36.9 133.0 48.5 36.5
1934 .. 20.6 8.0 38.8 56.5 19.0 33.6 75.6 24.0 31.7 83.7 25.6 30.6
1935 .. 20.0 15.0 75.0 44.0 29.0 65.9 61.0 44.0 72.1 56.0 36.7 65.5
1936 .. 19.0 10.9 57.4 62.0 30.5 49.2 94.0 43.0 45.7 62.0 30.8 49.7
1937 .. 39.0 12.8 32.8 109.0 35.3 32.4 147.8 45.4 30.7 145.5 45.3 31.1
Meðalt. 29.74 13.56 45.6 70.71 27.83 39.4 96.91 36.84 38.0 94.39 35.13 37.2