Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 12
Ingvar Agnarsson:
Dugguhola
í landi Litlu-Árvíkur er hellisskúti einn sem Dugguhola kall-
ast og er við sjó fram. f norðan görðum má þar sjá stróka mikla,
er ganga hátt til lofts þegar hafaldan skellur inn í opinn hellinn,
og loftþrýstingurinn brýst út um hellisopið með miklum gný.
Jafnvel í logni og báruleysi er ávallt mikið sog út og inn í hellinn,
því heita má að alltaf leggi nokkra haföldu að landi, einkum þar
sem aðdjúpt er eins og hér við Dugguholu.
Gömul sögn er tengd þessu örnefni. Skip átti að hafa leitað
vars hér undir nesinu við minni þessa skúta en sjávarsog var svo
mikið inn í hellinn að báturinn hvarf inn í bergið með allri áhöfn
og átti aldrei afturkvæmt.
Sú var og trú manna áður fyrr og jafnvel þegar ég var að alast
upp í Árneshreppi, að sífelldur sjávarstraumur lægi inn í
Dugguholu, en aldrei út úr henni. Væri því lífshættulegt að
koma á bát nálægt hellinum.
Langt frá sjó, milli Arkar og Reykjaneshyrnu, stendur hnúkur
einn er Mýrahnúkur kallast en flatlendi er allt í kringum hann.
Sú var gömul sögn, sem margir trúðu á uppvaxtarárum mín-
um, að göng lægju frá efsta hluta Mýrahnúks og alla leið niður í
Dugguholu. Því til sönnunar var sú saga, að eitt sinn hefði
dauðum ketti verið fleygt niður í gjótu á tindi Mýrahnúks, og
hefði hann skömmu síðar fundist sjórekinn í fjörunni rétt innan
við Dugguholu.
Hvað sem segja má um sannleiksgildi þessara sagna er
áhugavert að skyggnast um á þessum slóðum. Það er stórkostleg
sýn, að standa fram á kletti og horfa á Dugguholu, þegar brot-
sjóir æða að landi og skella á klettunum. Og það gæti verið
ómaksins vert að ganga upp á Mýrahnúk og leita að gjótunni
sem á að tengja hann Dugguholu með neðanjarðargöngum.
10