Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 89
Bárðarson frá byrjun til 1904. Jón Jónsson frá 1905—1910.
Grímur Stefánsson 1910—1924. Sigvaldi Guðmundsson bóndi á
Sandnesi 1925—1938. Þegar 1939 var skipt um form og fimm
menn kosnir í stjórnina, en framkvæmdastjóri tekinn úr henni.
Varð fyrst stjórnarformaður Benedikt Grímsson hreppstjóri og
bóndi á Kirkjubóli og til 1942. Þá Magnús Gunnlaugsson bóndi
Ósi 1943 og nú að síðustu Jón Sigurðsson bóndi í Stórafjarðar-
horni. Endurskoðendur félagsins hafa verið Gunnlaugur
Magnússon bóndi á Ósi frá 1899—1940. Bilaði þá að heilsu og
sleppti öllum störfum. Sigurgeir Ásgeirsson 1899—1907, Hall-
dór Jónsson frá Miðdalsgröf 1907—1914. Þá séra Jón Brandsson
prófastur 1915—1917 og 1918—1938 Guðbrandur Björnsson
bóndi á Heydalsá. Síðan breyting varð á stjórninni hafa þessir
veriö endurskoðendur: Benedikt Grímsson, Jón Kristgeirsson,
Jón Sæmundsson. Og nú sem stendur Benedikt Grímsson
hreppstjóri á Kirkjubóli og Benedikt Finnsson oddviti á
Hólmavík.
Fastir verzlunarmenn hafa verið Ágúst Jóhannesson 1903—
1905, Jón Edvald Samúelsson 1906—1908, Sigurjón Sigurðsson
1909—1919, Björn Björnsson 1916—1939. Ormur Samúelsson
hreppstjóri á Hólmavík 1930—1938 og um tíma Jón H. Jónsson
og Tómas Brandsson við skrifstofustörf. Á árunum 1939 til þessa
tíma hafa verið fastráðnir menn við afgreiðslu og skrifstofustörf
um lengri og skemmri tíma: Friðjón Sigurðsson, Þorbergur
Jónsson, Haraldur Jóhannsson, Sigmundur Jónsson, Amgrímur
Guðbjörnsson, Loftur Magnússon, Óskar Jónatansson, Finnur
Benediktsson, Guðmundur Guðbjartsson og Guðbjörg Gunn-
arsdóttir. Utanbúðarafgreiðslu annast frá 1939 og síðan Guð-
mundur Jónsson frá Ósi. Auk þess eru fastráðnir menn við
frystihús við verkstjórn og vélar.
6. Verslunarhættir um aldamát
Fyrst eftir að kaupfélagið var stofnað varð engin fyrirkomu-
lagsbreyting í bili. Pöntun á vörum fór vaxandi, en húsleysið
hamlaði öllum framkvæmdum, því ekki hafði verið byggt nema
lítill geymsluskúr. Snemma á árinu 1902 sigldi formaður félags-
87