Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 93
að ræða, rúmar 400 þúsund krónur, sem félagið hefur skilað
félagsmönnum sínum á þessu árabili.
Eins og fyrr er getið tapaði félagið sjóðum sínum við brunann
1931, og varð því að byrja á nýjan leik með myndun þeirra. Nú
við áramótin 1948—49 eru sjóðir félagsins sem hér segir:
Stofnsjóður hjá SÍSkr. 201.495, 30
Stofnsjóður hjá verksmj. SÍS kr. 16.741,16
Varasjóður kr. 251.578,80
Tryggingarsjóðir kr. 33.094,28
Samtals kr. 502.909,54
Sjóðsafnanir þessar, sem er ágóði af rekstrinum, eru ein af
höfuðkostum kaupfélaganna, og lífakkeri byggðalaganna, þar
sem þeir eru alltaf kyrrir heima í héruðum, gagnstætt því sem
áður var, meðan erlendir menn áttu verzlanir hér og ágóðinn
rann allur til útlanda. Svipað má segja af kaupmannaverzlun út
um landið að byggðalögin njóta hans lítt til frambúðar.
Rétt eftir aldamótin stofnaði Kaupfélagið sparisjóð í sam-
bandi við félagið, sem er hliðstæður innlánsdeildum sumra
annarra félaga. I sjóði þessum eiga nú 725 innstæðueigendur kr.
711.593,42, auk þess er varasjóður hans kr. 46 þsund.
Þegar litið er um öxl, vaknar sú spurning hjá mörgum hvað
hafi breytzt til hins betra á starfssvæði kaupfélagsins. Má að
nokkru þakka því það sem á hefur unnizt í framfara átt. Hver
áhrif hefur félagið haft á vöruverð og vörugæði. Spurningum
þessum verður ekki svarað hér, þetta verður hver maður að meta
eftir eigin dómgreind. Á hitt má benda að dómur héraðsbúa
mun því í vil, þar sem allflestir húsfeður á félagssvæðinu eru
félagar þess og óska eftir að öll sín viðskipti séu við það. Þótt þeir
verði eitthvað að leita annað, stafar það mest af hinni ranglátu
skiptingu á innflutningunum til landsins, sem nú háir mjög vexti
og viðgangi kaupfélaganna.
Þegar farið var um þetta hérað fyrir 50 árum, var ekki um
lagða vegi að ræða, engar brýr á ám, engar hafnarbætur, bæir og
útihús að mestu úr torfi, áhöld og verkfæri fá og léleg. Þekking á
91