Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 140
Guðmundur Guðmundsson
frá Ófeigsfirði:
Kraftaverk
eða tilviljun?
Skömmu fyrir síðustu aldamót varð það tíðinda á Hornbjargi,
er fólk var við bjargsig, sem nú skal frá greint.
Bjargsigsmaður var Eiríkur Bóasson úr Víkursveit, en þaðan
sóttu menn þá á hverju vori „undir Horn“, sem kallað var, til
fiskjar, fugls og eggjatöku. Þegar sigið var í bjargið, var komið
fyrir á bjargbrúninni svonefndu brúnahjóli, sem siglínan var
látin leika í. Auga var haft á línuendanum, þannig útbúið, að
sigmaður gat ekki fallið úr því þótt hann slasaðist eða missti
meðvitund, sem alltaf gat hent vegna grjóthruns úr bjarginu.
Oft gat sigmanni, eða fyglingi, dvalist alllengi niðri í bjarginu,
þ.e. meðan að hann safnaði fugli eða eggjum saman eins miklu
og hann treysti sér með upp að fara. Leysti hann sig þá úr
festinni stundum og gekk laus um hillur og snaga til að draga að
sér fenginn. Þegar hann svo hafði fengið nægju sína og komið sér
fyrir í festarauganu gaf hann manni þeim, er gætti festarinnar
uppi á brúninni, merki um að hann vildi láta draga sig upp með
því að kippa þéttingsfast í línuna; átti þá sá, er gætti línunnar,
uppi á brúninni, þegar að kalla félaga sína að festinni til upp-
138