Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 130
eftir það var þeim raðað upp á tunnustæði verslananna og þar
fylltar með vatni. Sást þá hvort ein eða fleiri láku. En ekki var að
jafnaði mikið um það, því að bæði var, sem fyrr segir, að mér
fannst smíði þeirra vönduð og góð, og svo var Halldór Hjálm-
arsson sérstaklega laginn, vandvirkur og samviskusamur um sína
vinnu í þessu.
Þegar sláturtíð lauk þetta fyrsta haust mitt í þessari vinnu,
kom kaupfélagsstjóri að máli við okkur Guðmund Kjartansson,
og óskaði þess að hafa okkur í þessari vinnu eða eftirstöðvum
hennar í tvær til þrjár vikur lengur.
Það var auðsótt mál af hálfu okkar beggja. Ég vann foreldrum
mínum bæði heima og heiman. Guðmundur bjó á einhverjum
parti af Hafnarhólmi og fékk sambýlismenn sína þar til aðstoðar
ef einhvers þurfti með, á meðan að hann væri í burtu frá heim-
ilinu. Búin voru smá í þá daga og því urðu margir að bjargast við
vinnu utan heimilanna.
Þar sem kaupfélagsstjóri lét svo okkur Guðmund gera í þessari
umframvinnu, var í fyrsta lagi að þrifa til og hreinsa í slátur-
skúrum þannig að hægt væri að nota þá til annarra hluta ef með
þyrfti. Við tókum á móti bæði haustull og gærum af heima-
slátruðu fé. En ekki var nú mikið um þá vöru, því að litlu var
slátrað heima nema þá á einstaka heimilum. Við sáum líka um
kjötið, og fórum yfir allar tunnur á 7—10 daga fresti og bættum á
þær pækli ef á þær vantaði. En það sem ég man mest og best eftir
af störfum okkar Guðmundar í þessari umframvinnu okkar þetta
haust, var að kaupfélagsstjóri Guðjón Guðlaugsson lét okkur
innrétta bárujárnsskúr, sem hann ætlaði sér að hafa í nokkrar
kindur um veturinn og hirða sjálfur.
Hann hafði áður heldur en hann varð kaupfélagsstjóri verið
bóndi á milli 20 og 30 ár, og var það raunar einnig á fyrstu árum
kaupfélagsins, sem þá var pöntunarfélag. Hann hafði mikla
ánægju af skepnum og samfélagi við þær. Við Guðmundur
settum grindur og jötur í skúrinn og fóðruðum hann innan með
timbri og pappa úr kössum eftir því sem til vannst. Guðjón hætti
kaupfélagsstjórn árið 1919 og flutti til Reykjavíkur. Hann settist
að þar utan við bæinn að Hlíðarenda við Öskjuhlíð. Hann
128