Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 141

Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 141
dráttar en varast að svara sigmanni með því að taka í línuna fyrr en allir væru viðbúnir til dráttarins. í þetta sinn, er hér um ræðir, var logn og sólarhiti, og höfðu línumenn allir, nema sá er línunnar gætti, gengið kippkorn frá brúninni og lagt sig þar í grasbrekku og sofnað, því oft voru menn þreyttir og syfjaðir við þetta starf; vinnudagur oft langur og erfiði mikið við að draga upp fyglinginn, bera egg eða fugl langa leið til bæjar og kjaga síðan upp aftur. Notuðu menn því hvert tækifæri til hvíldar sem gafst. Nú vildi svo til, að gæslu- maður línunnar var óvanur og enda þótt honum hefðu verið rækilega skýrðar þær reglur, sem þarna giltu, varð honum samt á sú alvarlega yfirsjón, að hann tók þegar á móti í línuna, er hann varð þess var að kippt var í hana að neðan. Gætti þess ekki að kalla fyrst til félaga sinna og bíða uns þeir kæmu honum til hjálpar við dráttinn. Þegar nú fyglingurinn fann að tekið var í línuna uppi taldi hann, sem vænta mátti, að allir væru viðbúnir uppi og sparn sér þegar frá bjarginu, en þá brá svo við, að ekki var byrjað að draga upp, og svo náði hann ekki aftur hillunni, er hann hafði verið í, því bjargið fyrir ofan hann slútti framyfir sig og hann ekki spyrnt sér nægilega vel frá til þess, að hann næði hillunni aftur. Dinglaði hann nú þarna í lausu lofti með hengi- flugið fyrir neðan sig. I fyrstu hélt hann að þetta yrðu aðeins nokkur augnablik, meðan mennirnir á brúninni væru eitthvað að hagræða sér, en þegar hann fór að smá síga skildist honum fljótt hver alvara var þarna á ferðum. Nú er að segja frá brúnarmanni. Vafalaust hefur honum fljótt skilist sín mikla yfirsjón er hann fann þunga línunnar, er þegar lá við að kippti honum fram yfir brúnarhjólið, er hann sat aftan við og hafði sér til viðspyrnu. Með ýtrustu kröftum tókst honum þó, stutta stund, að halda mót þyngslunum og æpti á hjálp félaga sinna eins og kraftar leyfðu, sem þó kom ekki að neinum notum og hefur smágola getað hamlaö því að köll hans heyrðust. Er þar skemmst frá að segja, að kraftarnir þrutu skjótt, þótt maðurinn væri vel hraustur. Kom því svo, að línan tók að smjúga um lúkur hans, fyrst hægt, svo örar og örar uns skinnið fór að fleiðrast og 139
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.