Strandapósturinn - 01.06.1980, Qupperneq 154
Þegar ég kom heim að Krossnesi, úr þessari ferð, fannst mér
tómlegt heim að koma, þar eð fóstri minn var látinn, en hann
hafði ég elskað sem væri hann faðir minn. Auk þess var fóstra
mín sérstaklega heilsulítil og drengirnir hennar, sá eldri 10 ára en
sá yngri 8, báðir heilsutæpir og smávaxnir eftir aldri.
Búið var nú mjög lítið sökum þess, að undanfarin ár höfðu
verið afar vond. Vinnufólk var ráðið hjá fóstru minni, vinnu-
maður og tvær vinnukonur. Ennfremur hafði hún tökubarn á
þriðja ári, sem lítilsháttar var gefið með. Henni fannst hún ekki
geta látið þetta fólk fara, bjóst enda við, að hún fengi að sitja í
óskiptu búi út árið.
Þegar búið var að taka upp mó til eldiviðar, en þá voru 9 vikur
af sumri, fór Bóas í aðra Hornferð, því enn var þá ekki orðið vart
fiskjar á heimamiðum, eða innar í flóanum. Hugðist hann ná í
fuglasigið í bjarginu og fór nú á hákarlaskipi fóstra míns sáluga
og hafði sjö manna áhöfn. Var ég þar með. Á leiðinni norður
legaðist okkur 4—5 daga vegna veðurs og komum því heldur
seint norður, sem varð til þess, að fuglatekjan varð minni en við
var búist. Þegar við komum heim aftur var búið að selja meiri-
hluta dánarbúsins. Hafði verið þingað á meðan við vorum í
Homferðinni og þeir sýslumaður og J.J. Thorarensen þá komið
sér saman um að best væri að bjóða þá þegar upp eignir búsins
áður en þær eyddust. En það merkilegasta við uppboð þetta var
það, að það var aldrei auglýst. Þegar, daginn eftir þingið, var það
boðið upp, er hér greinir: Tvö hross, ein kýr, kindur, man ekki
hve margar, bátur (fjögurra manna far), stór hjallur og laus
rekaviður ásamt hluta af búsáhöldum. Á uppboðinu voru aðeins
átta menn og fóru þessir hlutir fyrir hálfvirði eða minna. Há-
karlsútvegurinn var ekki boðinn upp, því að séra Sveinbjörn
Eyjólfsson, sem var fulltrúi ekkjunnar, vissi að Bóas var ráðinn
formaður á skipið og var talið, að ef afli lánaðist, gæti það orðið
til hagsbóta fyrir ekkjuna.
Ég vil geta þess, að fósturforeldrar mínir voru búnir að ánafna
mér V* hlut eigna sinna, að þeim látnum, og mun skoðun þeirra
manna, sem því réðu, að uppboð var haldið svo skjótlega, hafa
verið sú, að sjálfsagt væri að selja svo mikið af eignunum, að
152