Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 82
hefur verið þau ár. Er okkur nútímamönnum lítt skiljanlegt
hvernig þeir sem lifðu fóru að draga fram lifið.
Þótt árferði batnaði aftur voru harðæri um aldamótin sér-
staklega 1802. Svo kom styrjöldin 1807—14. Þá svarf svo að
Strandamönnum að gerðir voru út þrír menn með lest til
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar eftir járni, vantaði hestajárn, Ijái,
öngla og saum bæði til bátasmíði og almennra nota, sem allt var
á þeim tíma smíðað heima.
Árið 1810 var hafnbannið búið að standa frá stríðsbyrjun, þótt
nokkuð rýmkaðist um syðra 1809 með leyfi Jörundar hunda-
dagakóngs, að verzlun við Breta, en með Lundúnasættinni var
dönskum skipum leyft að sigla, en sigldu fyrst á þær hafnir, sem
bezt lágu við og mesta verzlun höfðu að bjóða. Enda munu
Strandamenn hafa haft vissu fyrir að hin eftirsenda vara væri til,
áður en þeir sendu.
2. Verzlun í Reykjarfirðí, Skeljavik og á Borðeyri
Eftir að kemur fram um 1830 eykst verzlun til muna. Hákarla
og selaveiði eykst og tólg var í góðu verði. „Vaða“ gekk á firðina
fram undir 1860 og veidtiist til mikils gagns, bæði til heimilis-
nota og verzlunarviðskipta.
Um 1840 hefst áttæringaútgerð fyrir hákarl frá Gjögri við
Reykjarfjörð og stendur með blóma til 1880 og blómgast
Reykjafjarðarverzlun sérstaklega eftir 1850 er Jakob Jóh.
Thorarensen tók við sem verzlunarstjóri, og síðar eigandi 1861.
Eftir að verzlunin var gefin frjáls komu lausakaupmenn á
Reykjarfjörð og Borðeyri og einhverjir á Skeljavík í Steingríms-
firði, en stopult þó, fyrr en eftir 1863 að Skeljavík var löggilt.
Eftir það komu margir lausakaupmenn, sumir frá Danmörku,
aðrir frá Akureyri, Skagaströnd, og ísafirði (Clausen), sem kom
um mörg ár og hafði þá fasta verzlun á ísafirði og Borðeyri þau
ár 1860—1880 var verzlun allgóð, framleiðsla sæmileg eftir tíma.
Lýsi og tólg eftirsóttar vörur, ull komst í hátt verð, meðan
borgarastyrjöldin í Ameríku stóð yfir, þó úr drægi er frá leið.
Þótt reynt væri á þeim árum að fá einhvern kaupmann til að
setjast að á Skeljavík tókst það ekki. Einn lausakaupmaður sem
80