Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 148
faðir, vandi mig snemma á að gera eitthvað af því sem hægt var
að nota mig til á heimilinu, svo sem til sendiferða á aðra bæi ef
þurfti að fá lánaðan hest eða koma skilaboðum. Ég man, að ég
var mjög lítill, er ég var sendur eitt sumarkvöld að Melum til að
fá lánaðan hest hjá afa mínum til bindingar. Atti ég að koma
með hestinn næsta morgun, en þá þorði afi minn ekki að sleppa
mér einum með hestinn og lét fylgja mér norður í svonefndar
Urðir, eða þangað, sem fóstri minn gat séð til mín, en hann var
þá við heyvinnu á svonefndri Breiðumýri. Því miður man ég ekki
nú hve gamall ég var, er þetta skeði, man aðeins, að ég var mjög
lítill og afi minn tók mig um kvöldið á kné sér, áður en ég háttaði,
og kvað fyrir mig vísuna „Ungum er það allra best“ o.s.frv., en
hana kunni ég vel því að fóstra mín hafði lagt stund á að kenna
mér utanbókar það sem hún taldi fagurt og gott, lét mig signa
mig í hvert sinn er hún klæddi mig á morgnana og lesa faðirvorið
og blessunarorðin á kvöldin áður en ég fór að sofa. Einnig kenndi
hún mér sálmavers og bænir. Að öðru leyti var nú bóklega
menntunin lítil. Að nafninu til var mér þó kennt að lesa, en ekki
betur en svo, að ég gat ekki lært kverið án leiðbeininga fyrst er ég
byrjaði að læra það, en þó kom þetta nú smátt og smátt. Þegar ég
var fermdur gat varla heitið, að ég gæti klórað nafnið mitt. Þó
var fóstri minn vel skrifandi og var talið, að hann kynni talsvert í
reikningi, en litið var hann farinn að láta mig bera við að reikna
þegar hann andaðist vorið 1868, en þá kunni ég aðeins lítils-
háttar í samlagningu og frádrætti. Ég held, að fóstri minn hafi
ekki talið sig hafa tíma til að kenna mér meira, því hann varð að
leggja mjög að sér við vinnu og sat allar kvöldvökur á vetrum að
húsgagnasmíði. Oft var lesið eitthvað í sögum eða kveðnar rímur
1-—2 klukkustundir á vökunni, fólki til skemmtunar, svo sungið
og lesið guðsorð á hverju kvöldi áður en gengið var til náða.
Þríbýli var á Krossnesi. Fóstri minn bjó á hálfri jörðinni, en
þeir Jóhann Gottfreð Jónsson og Magnús Magnússon á fjórð-
ungi jarðarinnar hvor. Þessir tveir síðarnefndu voru fátækir
barnamenn, en fóstri minn var talinn bjargálnamaður, hafði
venjulega um 50 kindur á fóðrum og tvær kýr, en mig minnir, að
oft væru margar ærnar lamblausar á vorin, enda voru þá oft
146