Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 142
flagna. Loks hverfur svo línuendinn út yfir brúnarhjólið.
Maðurinn situr eftir við hjólið með skinnlausa lófa.
Hvemig sem andlegt ástand brúnamanns hefur nú verið, eftir
þessa voða glímu við siglínuna, hafa honum vafalaust orðið
þung sporin til félaganna og þeim til bæjar, færandi slikar vá-
fréttir. Vitanlega átti enginn þess nokkurra von að sjá Eirík
Bóason framar lifandi, varla einu sinni sundurrætt lík hans,
hvað þá meira, enda hefur sennilega verið 2—300 metra fall, að
mestu þverhnípt bjarg niður í stórgrýtisfjöru, er línuendinn
skrapp fram af hjólinu.
Eins og fyrr var frá greint, var góðviðri þennan dag, og því
margir bátar á sjó frá Hornvík, þar á meðal einn, sem var grunnt
undan landi þar framundan, er slysið varð. Virtist þá einum
skipverja hann sjá eitthvað ókennilegt á kviki uppi á hillusnaga
einum neðarlega í bjarginu, og er fleiri fóru að rýna á þetta
komust þeir að þeirri niðurstöðu, að þarna væri maður og veifaði
höndum. Þeir skildu að vísu ekki hvernig lifandi maður gæti
verið þangað kominn, því sýnilega var ókleift með öllu upp
þangað, og staðurinn þó svo neðarlega í bjarginu, að óhugsandi
var, að hann hefði sígið þangað niður. Svo hátt var maðurinn þó
í bjarginu, að ekki var hann í kallfæri frá sjó, enda nokkur
brimgnýr við bjargið. Var því ekki annað brýnna fyrir en flýta
för til bæjar og segja tíðindin. Sem nærri má geta varð uppi fótur
og fit hjá staðarmönnum, er þessar fréttir bárust, og hröðuðu nú
allir sér til bjargbrúnarinnar, þar sem slysið hafði orðið. í skyndi
voru settar saman tvennar línulengjur, þvi sýnt þótti, að ein
mundi skammt hrökkva. Var nú fenginn til sá er færastur sig-
maður var talinn, til að síga með línu til mannsins og aðstoða
hann, ef þörf gerðist, við að komast í línuaugað og á leiðinni upp
í drættinum.
Ekki er ástæða til að orðlengja þetta meira, því allt gekk nú
betur en nokkur hafði þorað að vona. Þegar sigmaður kom niður
til Eiríks, reyndist hann allhress og tiltölulega lítið meiddur, að
vísu nokkuð marinn og hruflaður á ýmsum stöðum en hvergi
brotinn né alvarlega slasaður. Gat hann, að mestu, hjálpað sér
140