Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 132
milli. Þá var heldur engin tímavinna né tímavinnukaup. Þá var
greitt dagkaup og sjálfsagt þótti að nota birtuna eins og til
vannst. Dagkaupið var svo ákveðið af kaupfélagsstjóra og versl-
unarstjóra R.P. Ríis verslunar. Þeir greiddu báðir sama kaup svo
það þurfti ekki að valda neinum ágreining hjá fólkinu sem hjá
þeim vann.
Á kvöldin héldum við Guðmundur svo til í skúrnum, og þá
suðum við oft eitthvað fyrir okkur til matar, sem var tilbreyting
frá kalda matnum, er við höfðum að heiman.
Lítið var um lestrarefni og því liðu kvöldin mest með rabbi
okkar á milli, Guðmundur sagði mér sögur. Hann hafði lifað
síðasta þriðjung nítjándu aldar og það sem af var þessari öld, var
fæddur árið 1865. Á síðasta fjórðung nítjándu aldar gerðust
miklir og merkir atburðir í sögu þjóðarinnar, um bæði veðurfar
og harðræði, svo og samhliða, sem afleiðing af því landflótti fleiri
íslendinga en sögur fara af. Áður í svipuðu harðæri kvistuðust
þeir bara niður úr hungri hver á sínum stað eða næstum því.
Þetta var þó á vissan hátt nokkur framför frá þeirri eymd. Þarna
voru að verki aðallega trúflokkar sem reyndu að telja kjark í
fólkið og fá það til að yfirgefa þetta harðbýla land. Allmargir
hlustuðu á þá og þá einkum þeir sem voru haldnir vonleysi og
því fór sem fór. Allmargir og alltof margir flúðu landið, en þeim
hefur sem betur fer vegnað vel í hinum nýju heimkynnum, þó að
fyrstu árin væru þeim bæði dauði og harðræði litlu betra en hér
heima.
Guðmundur sagði mér frá æskuárum sínum og uppvexti, frá
fullorðinsárum sínum, vinnumennsku og sjóferðum. Hann sagði
mér frá hákarlaróðrum frá Gjögri í Árneshrepp og aðbúð við þau
störf. Hann var t.d. á sjó á Eyjaskipi þá er Helluskip fórst. Hann
sagði mér þá sjóferðasögu alla mjög greinilega, því Guðmundur
sagði vel frá. Hann sagði mér frá ýmsum samtíðarmönnum
sínum, sem voru framámenn bæði um sjómennsku og búskap,
svo og aldarafari og landflótta þess tíma er ég hef áður minnst á.
En hann var að tiltölu minni frá okkur í Strandasýslu en sums-
staðar annarsstaðar af landinu. Nú er margt af þessu gleymt, sem
gera má ráð fyrir. Ég hafði ekki á þessum unglingsárum minum
130