Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 49
Búi, yngsti bróðir Tómasar, síðar bóndi á Litlu-Hvalsá, er þá
var 15 ára gamall, veitti því athygli, er hann var við gegningar,
að hvalur var í vökinni og synti fram og aftur með ísröndinni, en
komst hvergi út þar sem allt var lokað. Strax og vart varð við
hvalinn, fór margt af heimafólki til sjávar að forvitnast um hann,
og sýndist öllum, að þarna væri um stórhveli að ræða. Margt bar
á góma þarna í fjörunni, meðal annars að illt væri að horfa á
þessa miklu björg svona nærri en geta ekki hagnýtt sér hana, þar
sem allt vantaði er til þurfti, til þess að ráðast til atlögu við
stórhvelið.
Tómas, er þarna var staddur ásamt öðrum heimamönnum,
tók litinn þátt í þessum umræðum. En er heim var komið, gekk
hann til smiðju sinnar og kveikti þar eld. Þar sem Tómas hafði
stundað nokkuð járnsmíði átti hann stálstengur, er á þeim tím-
um voru fluttar til landsins frá Svíþjóð, og var stálið notað við
ýmiskonar járnsmíði. Tómas tók nú eina stálstöngina og lagði á
eldinn, síðan hitaði hann og sló á víxl, þar til hárfínar eggjar
voru komnar á stöngina beggja megin, því næst festi hann járnið
á alllangt og mjög traust tréskaft. Að smíði þessari lokinni, var
þarna komið hið beittasta vopn.
Því næst ræddi Tómas um það við heimafólkið, að hann teldi
rétt að gera tilraun, til að vinna á hvalnum. Yngri mennirnir
gáfu sig strax fram og kváðust fúsir til að fylgja Tómasi og hlýta
hans forsjá, en hann væri sjálfkjörinn foringi þessarar fyrirhug-
uðu ferðar. Kvenfólkið á bænum var mjög áhyggjufullt, vegna
ferðarinnar einkum mun frú Gróa hafa borið mikinn ugg í
brjósti.
Næsta góðviðrisdag héldu Kollsármenn til sjávar og hrundu á
flot fjögurra manna fari, þar eð þeir töldu réttara að nota ekki
stærri bát vegna þess, að hann myndi reynast þyngri í snúning-
um og óhægara um vik að verjast hvalnum ef hann elti bátinn og
reyndi að granda honum. Kvenfólk og annað heimafólk fylgdi
Tómasi og mönnum hans til sjávar og stóð í fjöru er þeir lögðu
frá landi og fylgu þeim heitar bænir um vernd í þessari hættu-
legu ferð.
Þegar sjómennirnir voru komnir á flot tóku allir ofan og sjó-
47
L