Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 69
kemur það upp í suðaustri, og gengur undir í suðvestri. 1 gamla
daga tóku menn eftir því að tunglkomurnar báru 19. hvert ár
upp á sömu daga, þetta var kölluð Metonsregla, en þessi
Metonsregla var ekki fyllilega nákvæm. Nú heitir hún Gyllinital.
Eins og allir vita verður flóð og fjara fyrir áhrif tunglsins og
kallast Tattvich lögmál, eða andardráttur jarðar. I tunglfyll-
ingu, þegar tungl er næst jörðu verða stærst flóð og fjara, það er
kallað stórstraumur.
Að sjálfsögðu hefur tunglið meiri áhrif þegar það er næst jörðu
og í fleiri tilfellum en stórstreymi. Fæðingar hjá konum og yfir-
leitt öllum kvendýrum verða miklu tíðari í tunglfyllingu.
I tunglfyllingu gengu menn meira í svefni og algengast var að
menn gengu ekki í svefni nema í tunglfyllingu og var það kölluð
tunglsýki.
Ef hey voru illa verkuð hitnaði í þeim við hverja tunglfyllingu
fram undir miðjan vetur.
í fiskileysi var það trú manna að fiskur gengi á grunnmið með
tunglfyllingu.
Þegar tungl er fullt hefur það þau áhrif á hunda, að þeir setjast
úti við, teygja trýnið upp í átt að tunglinu og spangóla sem
kallað er, eru það allmikil hljóð og breytileg er þeir framleiða í
þessu ástandi. Enga skýringu hef ég heyrt á þessu háttalagi
hundanna en sennilega stafar það af áhrifum frá tunglinu.
Til gamans má geta þess að fyrir nokkru síðan fór fram keppni
i Ameríku um það hvaða hundur spangólaði fegurst og var það
tík ein er vann verðlaunin.
Konubrjóst og júgur kvendýra stækka með vaxandi tungli og
var það kallað tunglahlaup. Aðkeyptir hestar voru fluttir í
heimahaga með aðfalli þá struku þeir ekki.
Áður fyrr létu menn ekki klippa hár sitt og skegg nema með
vaxandi tungli. Neðanjarðarávexti svo sem kartöflur og rófur
átti að setja niður með minnkandi tungli, þá fékkst mun meiri
uppskera, aftur á móti átti að sá fyrir kálmeti og öðrum ofan-
jarðar matjurtum með vaxandi tungli til að fá góða uppskeru.
Innrekstrarhlið á fjárréttum voru alltaf hlaðin með aðfalli, þá
rann féð fyrirhafnarlítið inn í réttina. Ef illa gekk að reka fé í
67