Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 143
sjálfur eftir að línan kom niður til hans, bæði við að festa sig í
hana og á leiðinni upp.
Ef leita á skýringa á því, hvemig það mátti verða, að maður
héldi lífi eftir slíkt fall, sem þarna var um að ræða, veröur það
býsna erfitt. Þó má benda á eftirfarandi atriði, sem hvert um sig
gætu hafa stuðlað að því að svo yrði: í fyrsta lagi, að hillan, þar
sem hann kom niður, var þakin aurleðju, hallaði nokkuð fram og
var allbreið. I annan stað var það, að maðurinn var hlaðinn
eggjum eða fugli, hvort heldur var man ég ekki nú, en fyglingar
hlaða þessum farmi um sig miðja, og hefur þetta vel getað dregið
úr áverkum er hann kom niður. í þriðja máta hafði siglína Eiríks
slegist yfir snaga í bjarginu og stríkkað eitthvað á henni áður eða
um leið og hann lenti í hillunni, og hefur það sennilega orðið til
þess, að hann kastaðist ekki fram úr henni, og ef til vill eitthvað
dregið úr fallhraðanum, en talið var, að fallið sjálft, eftir að
línuendinn slapp af hjólinu, hafi verið um 70—80 metrar.
Ég, sem þetta rita, þekkti Eirík vel á unglingsárum mínum,
þar eð hann átti þá heima í sömu sveit og ég, kom enda nokkrum
sinnum á heimili okkar. Heyrði ég hann sjálfan segja frá þessum
atburði í lífi sínu, enda oft um þetta talað á heimilinu og til þess
vitnað, er talið barst að ótrúlegum hlutum eða atburðum.
Eiríkur Bóasson var ágætur sjómaður og margt fleira mun hon-
um hafa verið til lista lagt. Hann mun hafa verið margar vertíðir
á hákarlaveiðum með Finnboga skipstjóra á Finnbogastöðum,
Guðmundssyni og, að mig minnir, stundum í viðarflutningum
með föður mínum á Ófeigi og e.t.v. eitthvað með honum í
hákarlaróðrum, þótt ég muni það ekki nú. í sambandi við þetta
slysahrap Eiríks, minnist ég þess, að hann sagðist ekkert muna til
sín í fallinu sjálfu frá því, að hann fann að línunni var sleppt
lausri og þangað til að hann rankaði við sér í hillunni. Hann
taldi sig hafa verið búinn að vera töluverðan tíma í hillunni áður
en mennirnir í bátnum urðu hans varir, en vonleysi um björgun
hefði aldrei hvarflað að sér eftir að hann fann sig þarna óskadd-
aðan.
Eiríkur Bóasson var maður þéttvaxinn, í lægra meðallagi og
samsvaraði sér vcl í öllu útliti, snar í hreyfingum og viðbragðs-
141