Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 92
18. september 1931. Brunnu hús félagsins á Hólmavík, íbúðar-
hús, verzlunarbúð, sem nýtt sláturhús og fleiri geymsluhús, án
þess neinu yrði bjargað utan nokkru af höfuðbókum. Brann
höfuðbók stofnsjóðs, fundarbók og þær bækur, sem geymdu
reikninga stofnunarinnar frá ári til árs, er það því sem sagt er um
þróun félagsins byggt aðeins á þekkingu þeirra manna, sem
annað hvort unnu við stofnunina eða voru nákunnugir högum
hennar. Eitt hús stóð nýbyggt lítið geymsluhús, steinsteypt, í því
voru geymdar útlendar matvörur. Hús og vörur voru vátryggðar
lágt.
Kaupfélagið varð fyrir stóru fjártjóni og varð að mestu að
afskrifa varasjóð sinn, svo að tvísýnt var um afkomu þess, en fyrir
mikið og óeigingjarnt starf þeirra er við félagið unnu, líka sjálfs-
afneitun viðskiptamanna, komst furðu fljótt lag á þetta.
í kjölfar þessa óhapps kom greipilegt verðfall á innlendum
vörum 1932 og var kreppuuppgjör hjá bændum 1933—1934, þó
það gerði ekki eins stórfellt tjón. Orsakaði þetta allt til samans
mikla erfiðleika. Ein stofa var tekin á leigu fyrsta árið eftir
brunann, til skrifstofuhálds. Afhending vöru fór fram í sama húsi
og varan var geymd í. Geta allir skilið þá miklu erfiðleika er það
olli afgreiðslufólki og viðskiptamönnum.
1932 var sláturhúsið endurbyggt. Verzlunarhús og íbúð 1934.
Kjötfrystihús 1936. Svo eins og áður er sagt keypti félagið hús
Riis-verzlunar 1937. Mátti þá heita að það hefði fengið næg hús
til starfsemi sinnar í bili.
1943—1945 var svo byggt hraðfrystihús er tekið getur á móti
20—30 tonnum fiskjar á sólarhring og er það líftaug útgerðar-
innar og atvinnu manna á staðnum. í húsakynnum þess er
einnig rafstöð er kauptúnið fær allt rafmagn frá.
I fyrstu lögum félagsins var svo ákveðið að „stofna skyldi sjóð
með hundraðsgjaldi af vörum til tryggingar framtíð þess“, og
hefur verið leitast við að framkvæma það eftir því sem geta hefur
verið til. Stofnsjóður félagsmanna er nú rúmar 200 þúsund
krónur og mun hafa verið greidd úr honum svipuð upphæð til
félagsmanna nú á sl. 50 árum. Hér er því um verulega upphæð
90