Strandapósturinn - 01.06.1980, Qupperneq 152
og hygg ég að rétt sé talið. Um 1877 held ég að hafi verið einu
skipi fleira, því að þá gengu tvö skip frá Hellu og tvö frá
Broddanesi, en ekkert frá Húsavík.
Búðirnar á Gjögri voru að öllu leyti úr torfi með hlöðnum
veggjum á allar hliðar. Inngangur um annan hliðarvegg, þann er
sn’éri að sjó, mót suðri. Dyrastafir voru og sperrur yfir dyrum
með litlu þili og vindskeiðum yfir. Búðirnar voru portbyggðar,
mannhæð undir loft. Eldhús var út úr einu horni búðarinnar,
hlaðið úr torfi jafnhátt veggjum hennar; en lítil voru þessi eld-
hús, um 2,5 alin á kant. Búðirnar voru að innanmáli um 9 álna
langar og 6 álna breiðar. Innviðir allir voru úr söguðum rekaviði
og voru 3 litlir tveggja rúðu gluggar á suðurhlið. Fimm rúmstæði
voru í hverri búð, eitt fyrir gafli, er formaður svaf í og var því
rúmbest hjá honum, en annars voru tvö rúm í hverju stafgólfi og
sváfu tveir menn í hverju þeirra. Uppgangur í búðarloftið var
tíðast í endastafgólfi, inn af dyrunum, mitt á milli rúma, og var
hleri yfir með hring í. Ekkert fjalagólf var niðri í búðinni, en
flestir munu hafa haft fjalarbúta undir matarílátum sínum á
gólfinu, en maturinn var að mestu geymdur niðri í búðinni. Var
það helst harðfiskur, rúgbrauð, flatkökur, kjöt og kæfa eða villi-
bráð. Venjulega var kjötsúpa elduð til miðdegisverðar.
Sem fyrr segir andaðist fóstri minn vorið 1868. Varð hann
bráðkvaddur á aðfaranótt hvítasunnudags, er hann var á leið
heim til sín frá Melum. Fannst hann örendur á milli bæjanna
Norðurfjarðar og Krossness. Þá var ég í fyrstu Hornferð minni,
en þá var siður að leita sér fyrstu bjargar þar á vorin, þegar hægt
var að komast þangað fyrir hafís, sem í þetta sinn var í fjórðu
viku sumars, því að þá fyrst var ísinn orðinn laus frá löndum.
Ferðin norður gekk vel og var þar kominn fiskur og fugl til veiða,
er veður leyfði. Um hvitasunnuna gerði norðan stórhríð svo
alhvítt varð í sjó og haglaust fyrir fé á Ströndum. Hvítasunna
mun þá hafa verið í 5. viku sumars. Um Trinitatis batnaði
tíðarfarið aftur, svo menn gátu farið að bjarga sér. Sjö vikur af
sumri komum við heim aftur frá Horni með fjögurra manna far
hlaðið af hálfþurrum fiski, heilagfiski, svartfugli og þó nokkru af
eggjum. Var Bóas Jónsson formaður fararinnar en fóstri minn
150