Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 73
grenjatímann, og það oftar en einu sinni, því þegar að þornar er
þessi staður tilvalinn fyrir flökkudýr.
Reykjarvík
I landi Reykjarvíkur er ekkert grenstæði fundið ennþá.
Asmundames
I landi Ásmundarness er aðeins um eitt grenstæði að ræða, og
er það undir svokölluðum Neðri-Seljahnúk. Þegar farið er upp
með eystri hlið Seljadals Ásmundarness, fer það ekki fram hjá
neinum hvar grenstæðið er, og aðeins einu sinni veit ég til að tófa
gyti þar, enda grenstæðið venjulega blautt fram eftir öllu vori.
Klúka
I Klúkulandi er aðeins eitt grenstæði í Hallardal, og er aðstaða
til að finna það mjög góð, hvort sem maður kemur norðan eða
neðan að því, og þarf þá ekki annað en að fylgja hjallabrún
neðsta hjallans sem myndar Hallardalinn.
Á vorin leysir snjóa oft snemma af þessu svæði, á hjallanum
fyrir ofan grenstæðið er varða, sem sjálfsagt er að þeir hlaði upp
ef með þarf, er þarna fara um í grenjaleit.
Svanshóll
í landi Svanshóls er ekkert grenstæði svo vitað sé.
Goðdalur
1 Goðdalslandi er ekki vitað að tófur hafi gotið til ársins 1948,
en þá fór jörðin í eyði, en síðan hafa fundist þar tvö grenstæði.
Annað þeirra, það fremra er í svokölluðu Kasti og í hlíðinni að
vestanverðu í dalnum u.þ.b. beint á móti Hesta-kleifargili sem er
að norðanverðu í dalnum, Hjalli þessi er mjög áberandi og er í
honum allstór urð, en grenholurnar eru neðst þar sem saman
kemur gras og grjót og snúa móti norðri. Þarna er grunnt blautt
og kalt, í það eina skipti er ég vissi til að þarna væri refafjölskylda
var komið fram í 13du viku sumars þegar það fannst. Eg er því
ekki viss um að tófan hafi gotið þarna, heldur verið aðkomin, því
71