Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 117
Svo illa vildi til, að þeir hittu ekki á ósinn og lentu á miðri
eyrinni. Trillan sem var um tvær til þrjár lestir, var auðvitað
þung fyrir tvo menn, enda höfðu þeir ekkert í höndunum til að
bjarga bátnum frá sjó nema rekavið en af honum var nóg. Þrátt
fyrir erfiðar aðstæður tókst þeim að bjarga bátnum frá
skemmdum. Þá hjálpaði líka að útfall var, og var báturinn því
fljótlega á þurru. Sjálfir voru þeir illa staddir, gegnblautir í
slæmu veðri fimm til sex klukkutíma gangur til byggða.
I Drangavík stendur gamall bær, og mátti þar hita upp í
lélegri eldavél. Þeir bjuggu þar um sig eftir því sem hægt var.
Mat höfðu þeir nógan en ekkert ljós og urðu þeir að vera í
niyrkri. Þeir notuðu birtutímann til að hækka bátinn, og tók það
þá þrjá daga að koma honum yfir eyrina og ofan í ána og gátu þá
fleytt honum dálítið upp eftir ánni á öruggan stað.
Þegar þeir voru búnir að ganga frá bátnum lögðu þeir af stað
norður að Dröngum. Þegar þangað kom höfðu þeir samband við
Siglufjörð eins og áður sagði. Það var ætlun þeirra Kristins að
setja trilluna upp í Drangavík og geyma hana þar til síðar. —
Þegar hér var komið, var myrkur dottið á, svo við ákváðum að
bíða til morguns með að setja bátinn. Fórum við heim í bæinn og
hituðum upp. Eins og áður sagði þá höfðu þeir félagar orðið að
sitja í myrkri því ekkert höfðu þeir Ijósið. Ég fann þarna kertavax
og bræddi það og hellti síðan í flösku, þá notaði ég hamp sem ég
fann þarna í kveik. Braut ég síðan flöskuna utan af og þá var
komið kerti, sem við höfðum svo sæmilegt ljós af.
I birtingu daginn eftir fórum við svo norður að ánni og ætl-
uðum að koma bátnum upp. Veður var gott vestan gola og bjart.
Við sáum að hátt var í ánni og ekki ólíklegt að takast mætti að
koma trillunni niður eftir ánni og út á sjó. Ákváðum við því að
reyna þetta, en byrjað var að falla út, og urðum við því að hafa
hraðan á, vegna þess, hversu fljótt lækkaði í ánni. Nú var áin
orðin ísi lögð og urðum við að brjóta hann, og tafði það okkur
töluvert. Eftir það gekk sæmilega niður ána, en svo tók trillan
niðri í ósnum og sat þar föst. Eftir talsvert stímabrak tókst okkur
að losa hana, og þá var komið út á sjó. Vélin fór strax í gang en
stöðvaðist svo aftur. Kom þá í ljós að bensínrör var farið í
115