Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 18
bólshreppi til jafnaðar árlega, var samþykkt að gefa sveitum frá
Stikuhálsi norður að Trékyllisheiði kost á að nota skólann fyrir
18 nemendur samtals gegn ákveðinni greiðslu fyrir hvern nem-
enda.
I reynd sóttu Heydalsárskólann nemendur úr öllum hreppum
Strandasýslu auk unglinga úr Dala- og Barðastrandasýslum.
Af reglugerð skólans og fundargerðum er augljóst að skólinn
var frá upphafi rekinn bæði sem barna- og unglingaskóli sbr. og
nafn skólans, að vísu án formlegrar deildarskiptingar fram til
1902.
Til fróðleiks fer hér á eftir reglugerð skólans frá árinu 1897,
sem þeir Oddur læknir, séra Arnór og Sigurgeir kennari sömdu.
Reglugjörð
fyrir unglinga- og bamaskóla Kirkjubólshrepps á Heydalsá. —
1. grein
Skólinn heitir unglinga- og barnaskóli Kirkjubólshrepps. —
2. grein
Skólinn er eign Kirkjubólshrepps, og annast því sveitarfélagið
öll fjárframlög í þarfir skólans, að svo miklu leyti, sem kennslu-
gjald nemendanna, og annar styrkur, er skólinn kann að verða
aðnjótandi, ekki hrekkur til, að fullnægja þeim. —
3. grein
Það er tilgangur skólans, að veita stálpuðum börnum og
unglingum, uppfræðingu í hinum almennustu, og nauðsynleg-
ustu námsgreinum, er venjulegt er að kenna ungmennum um
fermingaraldur. —
4. grein
Rétt til að njóta kennslu í skólanum hafa öll börn og unglingar
í Kirkjubólshreppi, á aldrinum frá 10 til 18 ára. Þó skulu eldri
unglingar jafnan ganga fyrir þeim yngri, og þegar pláss í skól-
16