Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 131
byggði þar bæði íbúðar- og gripahús, hann ræktaði tún og hafði
skepnur, sem hann sá mest um sjálfur. Þannig voru tengsl hans
alla æfi við landsnytjar og skepnur. Á þessum árum vann hann
þó jafnan fullan vinnudag hjá Búnaðarfélagi Islands auk margra
annarra starfa og umsvifa. Guðjón var mikill starfsmaður og
vann jafnan langan vinnudag. T.d. man ég að þau haust, sem ég
vann í sláturvinnunni hjá kaupfélaginu að þá sat hann að jafn-
aði á skrifstofunni við skriftir og útreikninga fram um klukkan
tíu á hverju kvöldi. Hann gegndi ýmsum félagsmáia- og trún-
aðarstörfum bæði á meðan hann var bóndi og kaupfélagsstjóri
og raunar einnig eitthvað eftir það. Hann var félagshyggjumað-
ur í eðli og athöfn og hann þótti oft harður andstæðingum sínum
í málflutningi á opinberum fundum. Hann hafði menntun sína
að mestu frá lífsstarfinu, en ekki frá skólum, enda lítið um þær
stofnanir á hans uppvaxtarárum. Hann var þingmaður
Strandasýslu í 14 ár og seinna landskjörinn þingmaður í fjögur
ár. En þrátt fyrir mikla vinnu entist hann vel og lengi. Hann var
lengst af heilsuhraustur og lést á áttugasta og öðru aldursári
1939.
Þegar við Guðmundur Kjartansson vorum orðnir tveir einir
eftir í skúrnum, sem við bjuggum í á meðan sláturstörfin fóru
fram, og þá var hann oftast þétt setinn bæði af okkur, sem unn-
um við slátrunina svo og af fjárrekstrarmönnum, sem oft bætt-
ust við og þá einkum þeim er byrja þurftu slátrun hjá á næsta
morgni. Að vísu kom sumt af þessu fólki sér fyrir hjá þeim fáu
fjöldskyldum, sem búsettar voru á staðnum, en sumt fór til
gistingar til næstu bæja og þá einkum Kálfaness. En oft var það
þó eitthvað sem við í skúrnum reyndum að troða hjá okkur. Það
var nóg til af tómum ullarböllum, sem á þeim árum voru bæði
stórir og þykkir. Þá mátti brjóta saman og hafa bæði undir og
yfir, og þeir veittu gott skjól. Þetta var náttúrlega frumstætt og
ófullkomið, en það var bara svo margt frumstætt og ófullkomið,
sem fólk varð að gera sér að góðu á þeim árum og enginn nú til
dags léti sér detta í hug að notast við.
Raflýsing var ekki komin á Hólmavík fyrstu haustin sem ég
vann þar í þessari vinnu. Við Guðmundur unnum því myrkra á
9
129