Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 121
mjölið, en þá sáum við að mýs höfðu komist í það og óhreinkað.
Þótti okkur það ekki lystaukandi.
Kristinn sagði, að það gæti nú ekki sakað mikið ef við hreins-
uðum skítinn úr mjölinu. Okkur leist ekki á að það væri hægt, en
reyndum það nú samt. En ekki hefur það tekist vel, því þegar við
ætluðum að gæða okkur á súpunni var þar talsvert af svörtum
ögnum svo að við nafni höfðum enga lyst á henni. Kristinn
kallaði það tepruskap að vilja ekki súpuna, þó að í henni væri
eitthvað af músaskít. Síðan át hann súpuna með bestu lyst og allt
sem í henni var. Gerði henni líka góð skil morguninn eftir. Illa
gekk okkur að sofa um nóttina vegna músagangs. Hentust þær
yfir okkur fram og aftur. Við vorum snemma á fótum daginn
eftir og bjuggum okkur af stað. Við vorum svartsýnir á að takast
mætti að ná kindunum úr klettunum, og þó að það tækist, þá
töldum við mjög hæpið að okkur tækist að koma þeim yfir
Skörðin, því þær höfðu alltaf möguleika að komast í hillurnar.
Utaf þessum vangaveltum okkar kemur Kristinn með þá tillögu
að heita nú á Hallvarð Hallsson okkur til hjálpar. Ef okkur
lánaðist að ná kindunum úr Skörðunum þá skyldum við gera við
og smíða utan um leiði hans í Skjaldarbjarnarvík.
Okkur kom saman um að reyna þetta. Tókumst við í hendur
upp á það. En Kristinn sagðist mundu sjá um að smíða utan um
leiðið ef Hallvarður veitti okkur lið. Þegar út undir Skörðin kom,
sáum við tófu koma norður hlíðina, en hún kom ekki í færi. Við
skutum samt á hana. Það gerði henni víst ekki mein, því hún
hljóp léttilega úr augsýn.
Þegar út í Skörðin kom sáum við að kindurnar voru komnar
niður í hlíð. Fórum við upp með þeim báðu megin og einn á eftir
þeim til þess að missa þær ekki í hillurnar.
Gekk nú vel að reka þær upp í Skarðið og gegnum það. En
þegar átti að reka þær niður að austanverðu hlupu þær inn í
klettana þar og komust þar í hillu, sem lokaðist, og var engin leið
að komast nálægt þeim. Við fórurn þó inn í skriðuna fyrir neðan
þær, og hóuðum og gerðum allt sem okkur datt í hug, en allt kom
fyrir ekki. Þær hreyfðu sig ekki. Urðum við að gefast upp þó við
119