Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 20
einkunnir, er nemendurnir fá á skólanum (protocoll). Auk þess
skal hver nemandi hafa vitnisburðarbók, er einkunnir hans séu
ritaðar í á viku hverri. —
9. grein
Á skólatímanum skulu nemendurnir hafa frí: alla helgidaga,
frá 24. desember til 1. janúar, og laugardaginn fyrir páska. Auk
þess V2 dagur í mánuði þegar raðað er.
10. grein
Nemendur skulu allir eiga frían bústað í skólahúsinu, og hafa
þar fæði. Rúmfatnað leggja nemendur sér til sjálfir og þjónustu,
sömuleiðis þjónustu, að svo miklu leyti, sem matselja skólans
ekki getur látið hana í té. Matvæli, eldsneyti og annað það, er
nemendumir þurfa, útvegar skólastjórnin, gegn tiltölulegu
endurgjaldi frá þeim. —
11. grein
Nemendur skulu sjálfir eiga allar þær bækur, sem notaðar eru
við kennsluna í skólanum, en það er skylda skólans, að hafa þær
bækur jafnan til sölu fyrir nemendurna. Sama er að segja um
ritföng og annað þess konar. —
12. grein
Nemendur greiða kennslukaup samkvæmt því er skólastjórnin
ákveður, ár hvert fyrir fram. —
13. grein
Þriggja manna nefnd, sem kosin er árlega á vorhreppaskilum í
Kirkjubólshreppi, hefir á hendi stjórn skólans og er skylda
hennar:
a. Að ráða kennara til skólans. —
b. Að útvega kennarann, er hafi á hendi matreiðslu fyrir
nemendurna, ræstingu skólahússins, og nauðsynlega aðhlynn-
ingu á nemendunum. —
18