Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 88
5. Stofnun Verzlunarfélags Steingrímsfjarðar
Eftir að föst verzlun kom á Hólmavík og þar verzlað flesta
daga ársins, en útilokað að sauðasala héldist, sáu kaupfélags-
menn að svo búið mátti ekki standa. Var skilið við félag Dala-
manna í fullri vinsemd og stofnað pöntunarfélag fyrir Stranda-
sýslu að undanskyldum Bæjarhreppi. Undirbúningsfundur að
stofnun félagsins var haldinn að Smáhömrum 28. desember og
stofnfundur að Heydalsá daginn eftir, 29. desember 1898 og var
félagið nefnt Verzlunarfélag Steingrímsfjarðar með aðsetri á
Hólmavík. Var kosin stjórn og í hana eftirtaldir menn: Guðjón
Guðlaugsson alþingismaður og bóndi á Ljúfustöðum, formaður
sem líka var framkvæmdastjóri. Varaformaður Björn Halldórs-
son hreppstjóri og bóndi á Smáhömrum. Meðstjórnandi Guð-
mundur Bárðarson bóndi á Kollafjarðarnesi. Elsta gerðarbók
félagsins glataðist í eldsvoða er hús félagsins brunnu 18.
september 1931. Er því ekki hægt að vita nöfn allra þeirra er að
félagsstofnuninni stóðu, en þeir eru allir dánir.
Auk áðurgreindra manna er þó vissa fyrir að á stofnfundinum
voru eftirtaldir menn: Séra Arnór Árnason, Felli, Jón Þórðarson
bóndi, Stórafjarðarhorni, Sigurgeir Áskelsson kennari Heydalsá,
Grímur Stefánsson bóndi Húsavík, Jón Jónsson bóndi Trölla-
tungu, Gunnlaugur Magnússon síðar bóndi á Osi. Frá byrjun
félagsins var Guðjón Guðlaugsson formaður og framkvæmda-
stjóri til ársins 1919 er hann flutti burt úr héraðinu. Þá Sigurjón
Sigurðsson sem hafði verið tíu ár við afgreiðslu og bókun hjá
félaginu til ársins 1923. Frá 1923—1926 Jónatan Benediktsson
frá Smáhömrum. Aftur kom svo að félaginu sem formaður og
framkvæmdastjóri Sigurjón Sigurðsson frá 1926—1931. Jónatan
Benediktsson 1932—1938. Þá Guðbrandur Magnússon frá
Hólum frá ársbyrjun 1939—1941. Þorbergur Jónsson úr Dýra-
firði 1942—1944. Frá ársbyrjun 1945 og síðan Jónatan Bene-
diktsson. Varaformaður félagsins frá byrjun Björn Halldórsson
til 1926. Þá Jónatan Benediktsson 1927—1931 og svo Guð-
mundur Jóhannsson frá Kleifum 1932—1938. Var þá stjórnar-
fyrirkomulagi breytt, kosin fimm manna stjórn og fram-
kvæmdastjóri ekki í henni. Meðstjórnendur Guðmundur
86