Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 159
matinn, stundum hræringur eða skyr, þess skal getið að í útilegu
var alltaf borðað þrisvar á dag, vinnudagur var langur, farið til
vinnu kl. 6 og hætt kl. 9.
Eftir matinn var farið að heyja upp á fyrstu morgunferð næsta
dags og ef tími vannst rakað í fangahnappa sem gott var að grípa
til síðar.
Þegar hestarnir komu var vinnu hætt, sprett af þeim og þeim
komið í haga, rásgjarnir hestar voru heftir fyrstu næturnar. Að
þessu loknu var farið að koma sér fyrir í tjaldinu, slegið var eitt
fang af heyi undir á jörðina svo mýkra og hlýrra væri og ábreið-
umar lagðar yfir, þá var sængum og koddum komið fyrir eins og
hver vildi, síðan tekið til matar að því loknu voru öll ílát sem
hægt var að geyma úti sett út, síðast var farið út að læknum og
hver þvoði sér og greiddi, farið var í þurra sokka, blautir sokkar
voru settir í poka og sendir heim.
Ekki voru stúlkur þá i gallabuxum eða stígvélum eins og nú
tíðkast, eða hlífðarfötum, karlmenn voru þó stundum í olíuföt-
um sem svo voru kölluð, fólkið var því blautt og kalt í illviðrum,
þá fóru stúlkurnar úr pilsunum og í önnur til að sofa í en hengdu
blautu fötin upp á súlurnar í tjaldinu svo eitthvað þornaði úr
þeim yfir nóttina, en fara varð í þau aftur að morgni þótt rök
væru, eftir allt þetta umstang var lagst til svefns. Næsta morgun
er risið var úr tjaldi var stundum ónota hrollur í fólkinu að koma
út í kalsa veður, kaffi var drukkið, hestunum smalað og lagðir á
þá reiðingarnir, allir hjálpuðust við að koma sátunum á klakk,
meðferðarmaðurinn rak lestina heim, honum fylgdi alltaf
hundur sem hjálpaði honum að reka hestana, farnar voru fjórar
ferðir á dag, en þrjár þaðan sem lengst var.
Þannig var haldið áfram heyskapnum alla vikuna, slegið,
rakað og bundið og reitt heim daglega, reiðinga þurfti að laga í
hverri ferð, setja vel framan undir klifberana svo þeir legðust
ekki um of á herðakambinn og þannig meitt hestana og eins til
að vel færi á þeim.
Laugardagana voru farnar 5 ferðir og þá farið til vinnu kl. 5 og
komið heim kl. 6 síðdegis, væri þurrkur og mikið hey á túnunum
var farið í heyið og heimafólkinu hjálpað að hirða í hlöðu og taka
157