Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 38
skammt frá og varð Símon að fá að sjá undrið og steininn sjálfan
sem hét þessu nafni af því að endur fyrir löngu hafði einhver
æruverður stýrimaður látið höggva af sér fingur á steininum. Þá
tók við Forvaðahlíðin þakin blóðrót og burkna. Kleifaáin niðaði
og Forvaðinn naut þess að hingað og ekki lengra var hægt að
ganga með sjó fram fyrr en kom út fyrir ána. Loks birtust Bás-
amir og Básaflagan, sem fór í kaf á flóði svo þeir sem ekki þekktu
til máttu gæta sín. Búðaráin rann hljóðlega til sjávar við tún-
garðinn á Kúvíkum. Þá var aðeins eftir að renna fyrir Gísla-
hússklettana, lenda og binda bátinn við bryggjuna hans Jensens
og labba svo götustígana heim að kaupmannshúsinu.
Pabbi átti eitthvert erindi við Jensen, þar var okkur boðið inn
en að þessu sinni höfðum við þar skamma dvöl, ferðinni var
heitið til Ólafs frænda okkar og fornvinar pabba. Okkur börn-
unum var reyndar engin nýjung að fara út í kaupstað sem kallað
var, heldur það að sjá nú og kynnast nýaðkomnu fólki. Við
gengum upp „plássið“, og að efri dyrum hússins þar sem Ólafur
bjó og kvöddum dyra, að vörmu spori kom Ólafur út og dreif
okkur inn í vesturstofuna, þar hafði ég aldrei fyrr komið og þótti
mér mikið til koma. Það fyrsta sem bar mér fyrir augu var stór
mynd af ungum glæsilegum manni, bróður Elísabetar, þar næst
var orgel, það hljóðfæri höfðum við börnin aldrei séð fyrr, því-
næst borð, stóla og sóffa. Fleira gerði þessa gömlu viðhafnarstofu
svo einstaklega vinalega.
Ekki höfðum við setið nema skamma stund er Elísabet, alltaf
nefnd Betty og Bjarni, börn þeirra hjóna komu og heilsuðu
okkur. Mamma spurði þegar eftir Elísabetu og var henni sagt að
hún væri lasin og í rúminu og skyldi hún bara koma inn til
hennar, sem hún gerði og fór ég með henni. Elisabetu hafði ég séð
áður, en drenginn sem lá fyrir ofan hana í rúminu hafði ég ekki
áður séð, varð mér starsýnt á hann, svo sakleysislegur og fallegur
þar sem hann lá þarna á koddanum. Ekki skynjaði ég þá hve
þung örlög þessu barni voru búin þegar í bernsku af óviðráðan-
legum veikindum og lömun og hvaða áfall það var fyrir foreldr-
ana að þetta efnis- og fríðleiksbarn skyldi dæmt svo ungt úr leik
eðlilegrar lífshamingju. Innan stundar fórum við aftur í vestur-
36