Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 35
efni má ekki gleymast. Sem dæmi um það traust og álit er
Guðmundur vann sér má geta þess að þegar Þórður hreppstjóri í
Stóra-Fjarðarhorni lést, skipaði Sigurður Sverrisson sýslumaður
Strandasýslu Guðmund Bárðarson umsjónarmann búsins í
Stóra-Fjarðarhorni, og annaðist hann ásamt séra Arnóri Árna-
syni uppskrift á búinu. Síðar kaupir hann Þrúðardalinn af bú-
inu, kaupverð 900 kr. Hann leigði jörðina alla tíð hinum og
þessum en tók enga leigu. Árið 1910 selur hann Þrúðardalinn
Sigurði í Stóra-Fjarðarhorni á 1000 kr.
Árið 1902 kaup ir Guðmundur jörðina Bæ í Hrútafirði og
flytur búferlum þangað. Um búskap hans þar er svipað að segja
og á Kollafjarðarnesi. Hann lét grafa skurði og veitti Bæjará á
engi allvíðáttu mikið sem er sjávarmegin við túnið í Bæ og kallað
er Veitan. Áveita þessi gafst mjög vel og jókst grasvöxtur á
enginu að miklum mun.
I Bæ er æðarvarp. Allstór eyja er skammt undan landi, þar er
og var töluvert æðarvarp. Einnig er lítill hólmi nokkuð norðar,
sem heitir Baldhólmi, þar er æðarvarp. Guðmundur stækkaði
hólmann með grjóthleðslum og hreiðurgerð. Við þessar fram-
kvæmdir jókst varpið í hólmanum að miklum mun, enda fram-
úrskarandi vel um hann hugsað meðan að Guðmundar naut við.
Eftir að hann flutti að Bæ, smíðaði hann að minnsta kosti tvo
báta. Vann hann að smíðinni í gamalli baðstofu, en áður hafði
búið í Pétur bóndi í Bæ ásamt konu sinni Kristínu.
Með honum að bátasmíðinni unnu frændur hans Bárður
Guðmundsson síðar bókbindari á Isafirði og Bárður G. Tómas-
son, er síðar varð þjóðkunnur sem stórskipasmiður, einnig bú-
settur á Isafirði, sonur hans er Hjálmar R. Bárðarson siglinga-
málastjóri. Nefndi hann báta þessa eftir þeim hjónum. Pétur var
stórt fjögurra manna far og var lengst af í eigu Ragúels bónda í
Guðlaugsvík er notaði hann aðallega til aðdrátta frá Borðeyri.
Kristín var síðasti báturinn sem Guðmundur smíðaði, þann bát
notaði hann sjálfur við hrognkelsaveiðar og selalagnir. Kristín
var þriggja manna far, stöðug og létt undir árum. Hún komst
síðar í eigu Guðjóns bónda á Ljótunnarstööum, er reri henni til
fiskveiða í aldarfjórðung. Mörgum árum síðar var Kristín lag-
3
33