Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 148

Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 148
faðir, vandi mig snemma á að gera eitthvað af því sem hægt var að nota mig til á heimilinu, svo sem til sendiferða á aðra bæi ef þurfti að fá lánaðan hest eða koma skilaboðum. Ég man, að ég var mjög lítill, er ég var sendur eitt sumarkvöld að Melum til að fá lánaðan hest hjá afa mínum til bindingar. Atti ég að koma með hestinn næsta morgun, en þá þorði afi minn ekki að sleppa mér einum með hestinn og lét fylgja mér norður í svonefndar Urðir, eða þangað, sem fóstri minn gat séð til mín, en hann var þá við heyvinnu á svonefndri Breiðumýri. Því miður man ég ekki nú hve gamall ég var, er þetta skeði, man aðeins, að ég var mjög lítill og afi minn tók mig um kvöldið á kné sér, áður en ég háttaði, og kvað fyrir mig vísuna „Ungum er það allra best“ o.s.frv., en hana kunni ég vel því að fóstra mín hafði lagt stund á að kenna mér utanbókar það sem hún taldi fagurt og gott, lét mig signa mig í hvert sinn er hún klæddi mig á morgnana og lesa faðirvorið og blessunarorðin á kvöldin áður en ég fór að sofa. Einnig kenndi hún mér sálmavers og bænir. Að öðru leyti var nú bóklega menntunin lítil. Að nafninu til var mér þó kennt að lesa, en ekki betur en svo, að ég gat ekki lært kverið án leiðbeininga fyrst er ég byrjaði að læra það, en þó kom þetta nú smátt og smátt. Þegar ég var fermdur gat varla heitið, að ég gæti klórað nafnið mitt. Þó var fóstri minn vel skrifandi og var talið, að hann kynni talsvert í reikningi, en litið var hann farinn að láta mig bera við að reikna þegar hann andaðist vorið 1868, en þá kunni ég aðeins lítils- háttar í samlagningu og frádrætti. Ég held, að fóstri minn hafi ekki talið sig hafa tíma til að kenna mér meira, því hann varð að leggja mjög að sér við vinnu og sat allar kvöldvökur á vetrum að húsgagnasmíði. Oft var lesið eitthvað í sögum eða kveðnar rímur 1-—2 klukkustundir á vökunni, fólki til skemmtunar, svo sungið og lesið guðsorð á hverju kvöldi áður en gengið var til náða. Þríbýli var á Krossnesi. Fóstri minn bjó á hálfri jörðinni, en þeir Jóhann Gottfreð Jónsson og Magnús Magnússon á fjórð- ungi jarðarinnar hvor. Þessir tveir síðarnefndu voru fátækir barnamenn, en fóstri minn var talinn bjargálnamaður, hafði venjulega um 50 kindur á fóðrum og tvær kýr, en mig minnir, að oft væru margar ærnar lamblausar á vorin, enda voru þá oft 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.