Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 2
Fótboltafólk framtíðarinnar Ungir fótboltaiðkendur á æfingu á Vivaldivelli Gróttu í gær. Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Gróttu, segir krakkana mæta vel á æfingar, en auðvitað sé mikið um forföll eins og alls staðar, vegna sóttkvíar og einangrunar. „Við tökum alltaf vel á móti börnunum þegar þau komast og gleðjumst yfir hverri einustu æfingu sem við getum haldið úti hjá öllum okkar deildum,” segir Kári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ef kórónaveiran heggur ekki skörð í komur skemmti- ferðaskipa, mun metfjöldi sækja Ísland heim í sumar. 30 milljarða króna innspýting og hundruð heilsársstarfa fylgja skipakomunum, að sögn hafnarstjóra. Von er á fyrsta skipinu sem gengur fyrir nátt- úrulegu gasi. bth@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Metfjöldi farþega af skemmtiferðaskipum mun sækja Ísland heim í sumar, ef kórónaveiran raskar ekki áætlunum. Þetta segja Pétur Ólafsson, hafn- arstjóri Hafnasamlags Norðurlands, og Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna. Bókaðar komur til Akureyrar, Grímseyjar og Hríseyjar eru 197. Áætlað er að farþegar á þessum skipum verði um 200.000 talsins og er þá aðeins átt við Eyjafjörðinn. „Það yrði met. Við erum hætt að tala um fjölda skipa, heldur er það stærð skipanna og farþegafjöldinn sem skiptir mestu máli. Það stefnir í met ef allt skilar sér,“ segir Pétur. Von er á miklum umskiptum, því í fyrra komu vegna faraldursins aðeins rétt um 32.000 farþegar með skemmtiferðaskipum norður. „Það sem var þó skemmtilegt í fyrra var að mörg lítil skip komu við á minni stöðum,“ segir hann. Pétur segir að beinar tekjur hafnar innar slagi í hálfan milljarð af þessum skipum, ef allt gengur eftir. Að sögn Péturs hefur verið reikn- að út að 30 milljarðar streymi, ef allar af leiddar tekjur eru teknar með í reikninginn, inn í þjóðarbúið á landsvísu með öllum viðkomum skipa um land allt, það er ef vírus- inn setur ekki strik í reikninginn. Heilsárs störf vegna komu skipanna séu á bilinu 300-400. Hjá Faxaflóahöfnum fengust þær upplýsingar að erfitt væri enn að spá fyrir um hvort áætlun muni stand- ast. Ef veiran haldi sig til hlés verði um met að ræða hvað farþegafjölda varðar. Alls eru bókaðar 194 skipakomur farþegaskipa til Faxaflóahafna árið 2022, með um 219 þúsund farþega innanborðs. Ef áætlun stenst verða fyrstu skipakomur ársins í mars, tvær talsins, þrjár skipakomur verða í apríl, en síðan hefjast siglingar „af alvöru í byrjun maí“, að sögn Ernu Kristjánsdóttur, markaðs- og gæða- stjóra Faxaflóahafna. Síðasta koma farþegaskips er áætluð í október. Nokkur skip munu sigla til Faxa- f lóahafna í fyrsta sinn árið 2022. Helst má nefna Le Commandant Charcot, sem kemur frá Ponant. Skipið er hannað á þann hátt að það er með ísbrjót til að sigla á norður- slóðir. Þetta mun verða fyrsta far- þegaskipið sem siglir hingað til Reykjavíkur og er knúið náttúru- legu gasi. „Við munum sjá í maí/júní hvern- ig þetta þróast. Sumarið verður í öllu falli betra en í fyrra,“ segir Erna Kristjánsdóttir. n Metfjöldi bókaður í sumar með skemmtiferðaskipum Búist er við að metfjöldi ferðamanna á skemmtiferðaskipum sæki landið heim í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 19. skipti föstudaginn 1. apríl næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er föstudagurinn 4. febrúar næstkomandi. Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2021 • Viðtal ársins 2021 • Rannsóknarblaðamennska ársins 2021 • Blaðamannaverðlaun ársins 2021 Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti á heimasíðu BÍ, www.press.is Blaðamannaverðlaun 2021 bth@frettabladid.is HÚSAVÍK Heimamenn ehf. munu opna nýja byggingavöruverslun á Húsavík í febrúar. Mikil óánægja varð er Húsasmiðjan lokaði verslun sinni á Húsavík um áramótin. Hafa nú nokkur verktakafyrirtæki í hér- aðinu nú tekið málið í sínar hendur. „Sumir gráta það enn þegar Kaup- félag Þingeyinga, elsta kaupfélag landsins, var lagt niður,“ segir Brynj- ar T. Baldursson, framkvæmdastjóri félagsins. „Það er kannski ekki verið að endurreisa KÞ sem slíkt, en við erum að taka saman höndum og bjarga okkur líkt og menn hér til forna gerðu undir merkjum sam- vinnuhugsjónarinnar.“ Brynjar segir viðbrögð við nýju versluninni mikil og jákvæð. „Síminn hringir mikið og mikil gleði hjá íbúum hér. Það hafði mikið verið reynt að fá aðra aðila inn á svæðið og halda Húsasmiðjunni en það gekk ekki eftir.“ Á bak við Heimamenn eru Val ehf., Steinsteypir ehf., Vermir sf., Tré- smiðjan Rein og Bæjarprýði ehf. n Heimamenn taka mál í sínar hendur Brynjar T. Baldursson, framkvæmda- stjóri Heima- manna Það sem var þó skemmtilegt í fyrra var að mörg lítil skip komu við á minni stöðum. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands helenaros@frettabladid.is ALÞINGI Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin fagna nýju frumvarpi um að banna bælingarmeðferðir sam- kvæmt lögum. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær, en verði frumvarpið að veru- leika mega þeir sem að meðferð- unum standa, eða fá fólk í þær, eiga von á allt að fimm ára fangelsi. „Ég trúi ekki öðru en að þetta f ljúgi í gegn og vænti stuðnings allra f lokka. Hinsegin málefni hafa verið mjög þverpólitísk á Íslandi og ég vona að það haldi bara áfram,“ segir Þorbjörg, spurð hvort hún eigi von á að frumvarpið verði sam- þykkt. „Þetta er auðvitað viðurkenning á því hversu mikið of beldi þessi meðferð er, og gefur fólki tækifæri til að leita réttar síns verði það fyrir þessu. Það er mjög mikilvægt að geta gert það,“ segir Þorbjörg jafn- framt. „Að sama skapi sendir þetta skýr skilaboð út í samfélagið að þetta sé ekki liðið,“ bætir hún við n Skýr skilaboð að banna bælingarmeðferðir Þorbjörg Þor- valdsdóttir, formaður Sam- takanna 78 2 Fréttir 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.