Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 33
Kostur- inn við Póstboxin er kannski ekki minnst sá að nú þarf fólk ekki lengur að gera sér ferð á pósthús eða bíða heima eftir sendingum. Nú er hægt að sækja sending- una þegar hentar. Miklar breytingar hafa orðið á verslunarháttum Íslend- inga eftir að Covid-faraldur- inn hófst. Netverslun hefur aukist með vaxandi hraða og flutningsaðilar á borð við Póstinn hafa fundið vel fyrir því og þurft að bregðast við. Sigríður Heiðar tók við starfi for- stöðumanns söludeildar Póstsins í byrjun september 2021. Hún hafði starfað í ferðaþjónustunni frá 2006 svo póstdreifing og flutnings- miðlun er nýtt svið fyrir hana. „Ég kem úr umhverfi þar sem allt snýst um þarfir fólks. Ferðaþjónustan snýst algerlega um þjónustu og frá 2006 hef ég unnið við að uppfylla þarfir viðskiptavina. Ég kem inn í Póstinn á mjög skemmtilegum tíma. Síðustu ár hefur verið mikil endurnýjun, miklar breytingar og fólkið alger- lega frábært. Ég kem inn í alveg æðisgenginn hóp að segja má korter í jólavertíð. Það gafst varla tími til að spyrja að því hvar kaffið væri geymt, maður var bara byrjaður að hlaupa. Þetta byrjaði alveg ótrúlega skemmtilega og er það enn.“ Sigríður segist leggja mikla áherslu á að góð samskipti við viðskiptavinina séu númer eitt, tvö og þrjú. „Það skiptir miklu máli að koma sér inn í þau mál sem brenna á viðskiptavininum,“ segir Sigríður, „reyna að setja sig í hans spor, komast að því hvað hann þarf og finna með honum lausnina. Gera það sem þarf að gera fyrir viðskiptavininn, auðvitað innan skynsemismarka en alltaf að reyna að mæta viðkomandi þar sem hann er staddur. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að bregðast ótrúlega hratt við breyttum aðstæðum og innleiða alls kyns nýjungar á mettíma til að uppfylla þarfir sinna viðskiptavina. Núna eru allir farnir að versla á netinu. Áður var þetta þannig að þú þurftir að kunna á ákveðna tækni og þá gastu verslað á netinu. Nú, þegar allir eru að versla á netinu, er mikilvægt að hlutirnir séu á mannamáli. Þetta er ekki lengur bara fyrir ákveðinn hóp. Þetta er fyrir alla og við verðum að geta útskýrt hlutina og gert aðgengilega fyrir alla.“ Dreifikerfið er allt Ísland „Pósturinn verður að halda í við þessa þróun og nýta tæknina en þrátt fyrir að netverslun og margt sem henni fylgir sé orðin mjög mikil á skömmum tíma eru þeir enn til sem kjósa frekar að fara á pósthúsið eins og áður, við viljum að viðskiptavinir hafi valkost. Heimsendingarþjónustan okkar nýtur alltaf töluverðra vinsælda og ekki síst núna á Covid-tímum þegar fólk situr heima í sóttkví og einangrun. Fyrir utan hvað það getur verið notalegt að láta skutla til sín sendingunum. Við viljum hafa val, sumir kjósa að hringja í okkur og fá að tala við þjónustufulltrúa. Svo eru aðrir sem vilja bara tala við spjallmennið okkar, köttinn Njál, og aðrir afgreiða sig sjálfir með appinu og sækja svo bara í Póstbox sem hafa fengið frábær viðbrögð meðal okkar viðskiptavina. Okkar Póstbox eru þannig úr garði gerð að bæði er hægt að sækja pakka í þau og senda pakka í gegnum þau,“ segir Sigríður. Hún leggur áherslu á að dreifi- kerfi Póstsins sé allt Ísland. „Við förum inn á hvert einasta heimili og hvern einasta vinnustað á landinu. Allt í allt erum við líka komin með tæplega 50 Póstbox og helmingurinn er hér á stórhöfuð- borgarsvæðinu en hinn helming- urinn er dreifður um landið. Við erum að fjölga boxunum vegna þess að þetta er algerlega það sem markaðurinn er að kalla eftir.“ Afhending innan dags Kosturinn við Póstboxin er kannski ekki minnst sá að nú þarf fólk ekki lengur að gera sér ferð á pósthús eða bíða heima eftir sendingum. Nú er hægt að sækja sendinguna þegar hentar. Allt snýst þetta um að hafa val, verð og kolefnisspor. Póstboxin auðvelda líka vöruskil, ekki síst úti á landi. Nú er ekki mikið tiltökumál að sjá um slík skil sjálfur með því að nota Póstbox til að senda til baka. „Við erum með app og á vefnum eru „mínar síður“ þar sem hægt er að skrá sendingar áður en þeim er skilað til okkar. Hægt er að hafa greiðslukort skráð sem skuld- færist sjálfkrafa. Þú færð sendan kóða sem þú ferð með í Póstboxið og skannar þar. Þá prentast út límmiði úr prentara sem þarna er og opnast box. Þú límir miðann á pakkann, setur hann í boxið og Pósturinn sér um að koma pakkanum á réttan stað. Góðar og skýrar skilareglur og möguleikar á endursendingu hafa jákvæð áhrif á upplifun viðskiptavina, það er svo gott að vita að það er ekkert mál að skila henti varan ekki.“ Að sögn Sigríðar hefur þetta fyrirkomulag aukið sendingar- hraða gríðarlega mikið. „Nú er hægt að panta í netverslun fyrir hádegi og fá pakkann innan dags hér á höfuðborgarsvæðinu og næsta dag úti á landi í f lestum tilvikum. Við erum ekkert að tala um eina eða tvær sendingar sem fara þarna í gegn. Við erum með stærsta dreifikerfið á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á dreifinetið okkar, þessa flóru afhendingar- staða og hraðann í afhendingu. Langflestir sækja sendingar í Póst- boxin innan dags frá því að við setjum í boxin. Hraði skiptir miklu máli hér og að hafa möguleikann á að vera við stjórnvölinn þegar kemur að afhendingarstað. Það skiptir mig máli, og okkar fólk í sölunni, að það sem við segjum standist. Hjá Póstinum róum við öll í sömu átt og viljum koma sendingum hratt og örugg- lega á réttan stað. Þetta er það sem við keppumst við á hverjum degi,“ segir Sigríður. Fjölbreytni í afhendingar- kostum, hvort fólk fær sendingar heim, fer á pósthús að sækja eða sækir í Póstbox, endurspeglar óskir þeirra sem versla á netinu. „Samsetning hópsins hefur ger- breyst. Svo sjáum við að yngra fólk er frekar það sem skilar vörum. Það er tilbúið að panta aðeins meira og skila svo til baka. Eldra fólkið er minna í því. Viðskiptavinirnir aðalatriðið Hver einasti viðskiptavinur skiptir máli. Þeir eru auðvitað mismun- andi. Við erum með stóra við- skiptavini og minni viðskiptavini, bæði í veltu og líka í umönnun. Orð sem ég nota oft er: „viðskipta- umönnun“. Við erum ekki bara að veita þjónustu. Okkur er annt um viðskiptavini okkar og viljum annast þá,“ segir Sigríður. Hún segir að það sé ekki eins og viðskiptavinirnir séu eitt- hvað ósjálfbjarga en hennar sýn á söluna sé að vera til staðar, hlusta á fólk og reyna að mæta því þar sem það er statt og reyna eftir fremsta megni að verða við því sem það vill. Best sé að geta séð fyrir hvað fólk vill, læra það vel á viðskipta- vininn að hann viti að Pósturinn sé þegar með lausnina. Svo ákveði viðskiptavinurinn sjálfur hvað hann velur úr boxinu. Sigríður segir að þrátt fyrir að samskipti séu mikið komin í raf- rænt form klikki yfirleitt aldrei að taka upp símann og tala beint við fólk og hlusta á það. „Mér finnst það mjög mikilvægur hluti. Kerfin eru góð og allir póstlistarnir. En það er líka mikilvægt að vita við hvern maður er að tala.“ Á liðnum árum hefur nokkuð dregið úr dreifibréfum og frétta- bréf og annað slíkt færst meira yfir í rafrænt form. Samt er það alltaf svo að á vissum tímum virkar mjög vel að senda persónulegt bréf til fólks. Fimm manns eru í söludeildinni og valinn maður í hverju rúmi að sögn Sigríðar. „Við erum líka með frábæra þjónustudeild fyrir norðan sem sinnir mjög mörgum verkefnum, sem og æðislega markaðsdeild. Fólkið er úr ólíkum áttum með ólíkan bakgrunn og saman er hópurinn gríðarlega öflugur.“ Ráðleggja viðskiptavinum Að sögn Sigríðar hefur verið magnað að sjá íslensk fyrirtæki breytast og bæta við netverslun og hve snögg þau séu að því og tileinki sér þetta vel. Það sé hægara sagt en gert fyrir litla verslun með kannski tvo starfsmenn að eiga allt í einu að vera netverslun með þekkingu á því. „Fyrirtæki hafa talsvert leitað til okkar um ráðleggingar varðandi netverslun og fyrirkomulag hennar. Við erum með mjög öfluga markaðsdeild sem hefur innan sinna raða sérfræðinga í sam- félagsmiðlum, netverslun og fleiru. Við höfum haldið netverslunar- viðburði og boðið fyrirtækjum að koma. Þar hafa verið erindi og kynningar til að segja fólki hvað virkar og hvað virkar ekki, kynna hvaða lausnir eru í boði, hvað ber að varast og svo framvegis. Þetta er hugsað til að miðla þekkingu og aðstoða okkar viðskiptavini varðandi vefverslun út frá þeirra þörfum. Við erum líka með ýmsan fróðleik um það inni á vefnum hjá okkur,“ segir Sigríður. „Eins geta fyrirtæki alltaf leitað til okkar og við reynum að vera hjálpleg. Við erum með tengingar og allt sem þarf og sérfræðinga innanhúss. Við aðstoðum við að setja upp, til dæmis ef fyrirtæki þarf að tengjast okkur. Við erum með allt til staðar. Sérfræðingarnir okkar er boðnir og búnir að hjálpa, taka símann og gera það sem þarf. Þetta getur verið dálítill frum- skógur og yfirþyrmandi fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og þá reynum við að hjálpa,“ segir Sigríður Heiðar, forstöðumaður söludeildar Póstsins. n Hver einasti viðskiptavinur skiptir máli Sigríður Heiðar, forstöðumaður söludeildar Póstsins, segir íslensk fyrirtæki hafa brugðist hratt og vel við breyttum og krefjandi aðstæðum í faraldrinum. MYND/AÐSEND Póstbox Pósts- ins, sem bæði er hægt að nota til að senda og taka á móti pökkum, hafa fengið góðar viðtökur meðal viðskiptavina. kynningarblað 3LAUGARDAGUR 22. janúar 2022 HEIMSENDINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.