Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 64
Undanfarin fimm ár hefur
Atli Freyr Einarsson stýrt
DHL Express í Danmörku.
Starfið er bæði skemmti-
legt og krefjandi en það
hefur hjálpað honum mikið
að hafa starfað í flestum
deildum DHL á sínum starfs-
ferli.
Atli Freyr Einarsson tók við starfi
framkvæmdastjóra DHL Express
í Danmörku í upphafi árs 2017.
Áður hafði hann stýrt DHL á
Íslandi í sex ár en Atli hóf störf hjá
fyrirtækinu árið 1997 þegar hann
starfaði sem bílstjóri samhliða
háskólanámi.
Starfið í Danmörku hefur reynst
bæði áhugavert og krefjandi en
það hefur hjálpað honum mikið
að hafa unnið í nánast f lestum
deildum DHL á sínum starfsferli.
„Það er stefna DHL að þróa fólk
í starfi og veita því tækifæri á að
fara á milli landa enda er DHL eitt
alþjóðlegasta fyrirtæki í heimi.
Forveri minn hér í Danmörku er
til dæmis danskur en hann tók við
DHL í Tyrklandi af Þjóðverja sem
fór svo til annars lands.“
Þótt hann hafi verið mjög sáttur
í fyrra starfi sínu á Íslandi voru
hjónin meðvituð um þennan
möguleika. „Svo gerðist þetta
nokkuð hratt. Starfið var auglýst
í byrjun desember 2016, ég sótti
um og eftir nokkur viðtöl var mér
boðin staðan. Við tókum fjöl-
skyldufund og ákváðum svo að
slá til þar sem þetta var spenn-
andi tækifæri, ekki bara fyrir mig
heldur líka fyrir fjölskylduna
til að kynnast nýrri menningu,
þroskast sem einstaklingar og sem
fjölskylda. Ég var því f luttur út í
byrjun janúar 2017 og þau komu
um sumarið.“
Spennandi áskoranir
Hann segir það hafa verið spenn-
andi áskorun að taka við sem
framkvæmdastjóri í nýju landi. „Í
fyrsta lagi var það stærðarmunur-
inn og nálægðin við starfsfólk.
Að fara frá 50 manna vinnustað,
þar sem allir þekktu alla, og frá-
bæru samstarfsfólki sem ég hafði
unnið með í áraraðir, yfir í 500
manna vinnustað sem er dreifður
á margar starfsstöðvar. Það er
áskorun að geta ekki talað tungu-
málið reiprennandi, að byggja upp
traust sem nýr yfirmaður og að
koma fjölskyldunni fyrir á meðan
verið er að koma sér inn í nýtt
starf.“
Það hjálpaði honum þó mikið
að DHL er í grunninn með sömu
stefnu í öllum löndum. „Þannig að
áskoranirnar eru svipaðar, bara
af mismunandi stærðargráðum.
Það hjálpaði einnig að hafa unnið
í nánast flestum deildum í DHL á
mínum ferli og því átti ég auðvelt
með að tengja við fólkið á gólfinu.
Það að vera maður sjálfur, hafa
einlægan áhuga á fólki, velferð
þess og sinna sínum verkum af
heilindum, hjálpar að byggja upp
traust. Að lokum þá hjálpaði mér
að eiga ástkæra eiginkonu sem var
tilbúin að setja starfsframa sinn á
bið og sjá um að fjölskyldan kæmi
sér vel fyrir.“
Ólík viðhorf til vinnutímans
Hann segir fyrirtækjamenninguna
svipaða milli Íslands og Dan-
merkur þó vissulega sé einhver
munur. „Það sem ég tók strax eftir
var hreinlega viðhorf til vinnutím-
ans. Við Íslendingar vinnum langa
vinnudaga og hreykjum okkur
jafnvel af því. Hér eru nánast allir á
skrifstofunni farnir heim klukkan
fjögur virka daga og jafnvel þrjú á
föstudögum. Mörg fyrirtæki loka
á hádegi á föstudögum. Það kemur
til vegna þess hvernig Danir for-
gangsraða jafnvægi milli vinnu og
fjölskyldulífs. Hér er mætt fyrr í
vinnuna og farið fyrr heim svo að
hægt sé að eiga meiri gæðastundir
með fjölskyldunni.“
Faraldurinn breytti miklu
Heimsfaraldurinn hefur haft
mjög mikil áhrif á rekstur DHL
Express eins og mörg önnur fyrir-
tæki. „Eftir að við áttuðum okkur
á alvarleika málsins og farið var
að loka löndum í kringum okkur
þurftum við að skerpa fókus okkar.
Forgangsatriðin urðu öryggi og
heilbrigði starfsmanna og að halda
flutningsnetinu gangandi fyrir
viðskiptavini okkar sem stóluðu á
okkur, í aðstæðum sem enginn sá
fyrir og þar sem hlutirnir breyttust
hratt.“
Í upphafi sáu stjórnendur fyrir-
tækisins töluverða niðursveiflu í
fjölda sendinga en það var tiltölu-
lega fljótt að ná sér þar sem flestir
voru heima og verslun á netinu
jókst mjög mikið. „Netverslun
milli landa mun halda áfram að
aukast, hreinlega vegna þess að nú
eru fleiri neytendur sem nýta þann
möguleika en áður. Við sjáum því
aukin tækifæri þar. Það hefur reynt
á seiglu aðfangakeðju flestra fyrir-
tækja og því er nú tækifæri til að
endurskoða og styrkja þol hennar.
Við höfum einnig breytt viðhorfi
okkar til heimavinnu. Það hefur
komið í ljós að verkefni sem við
töldum að yrði að framkvæma á
vinnustaðnum er nú hægt að vinna
heima og þar með getum við boðið
starfsfólki upp á aukinn sveigjan-
leika í starfi.“
Fjölskyldan nýtur lífsins
Atli segir fjölskylduna kunna mjög
vel við sig í Danmörku. Það sem
hafi gert gæfumuninn var hversu
vel krakkarnir aðlöguðust og að
þau eignuðust góða vini. „Hér er
líka stórt Íslendingasamfélag og
þar höfum við kynnst yndislegu
fólki. Sem dæmi gekk ég í eina
íslenska karlakórinn utan Íslands,
Hafnarbræður. Þó svo að sönghæfi-
leikar mínir séu ekki til útflutnings
þá er félagsskapurinn upp á tíu. Svo
fara helgarnar oftar en ekki í að
horfa á krakkana keppa í íþróttum
og verja tíma okkar saman sem
fjölskylda eða með vinum í ein-
hvers konar „hygge“.
Aðspurður hvernig hann sjái sig
vaxa næstu ár í starfi segist hann
halda áfram að vaxa svo lengi sem
hugarfarið sé þannig að hann telji
sig geta bætt sig og lært meira.
„Upphaflega töluðum við um að
vera tvö til fimm ár í Danmörku en
þar sem núna eru komin fimm ár
þá tökum við eitt ár í einu og svo
verður tíminn að leiða í ljós hvað
gerist næst.“ n
Tekst á við spennandi verkefni í Danmörku
Atli Freyr Einarsson hefur starfað sem framkvæmdastjóri DHL Express í Danmörku síðan í upphafi árs 2017. MYND/DHL
Atli Freyr ásamt
eiginkonu sinni
Önnu Svandísi
Gísladóttur og
börnum þeirra
þremur.
6 kynningarblað 22. janúar 2022 LAUGARDAGURHEIMSENDING