Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 22
En þegar
að þessu
lagi kom
voru allir
orðnir svo
þreyttir og
timbraðir
að þeir
nenntu
ekkert að
vera við
hliðina á
mér, svo ég
bara á
þetta lag
með húð
og hári.
Einn okkar ástsælustu tón-
listarmanna, Valgeir Guð-
jónsson, stendur á sjötugu,
en sköpunargleðin hefur
sannarlega ekki látið undan.
Verkefnið Saga Musica, þar
sem hann sækir í Íslendinga-
sögurnar í tónum og tali, á
hug hans allan.
Á morgun, sunnudaginn
23. janúar, verða liðin
sjötíu ár frá því Val-
geir Guðjónsson kom
í heiminn á Fæðingar-
heimilinu við Eiríksgötu. Svo snjó-
þungt var þann janúarmánuðinn
að ferja þurfti Margréti Árnadóttur,
móður Valgeirs, með frumburð sinn
frá Eiríksgötunni að Njálsgötunni
á snjóbíl.
Valgeir ætlar að fagna tugunum
sjö á hógværan hátt, þó svo eigin-
kona hans, Ásta Kristrún, sem er
sjaldnast langt undan, laumi því að
í spjalli okkar að ætlunin sé að fagna
sjötugasta aldursárinu í 365 daga.
Ég hitti Valgeir í íbúð sem þau
hjón hafa tekið á leigu í Vestur-
bænum í Reykjavík. Undanfarin
átta ár hafa þau búið og starfað á
Eyrarbakka og gera enn, afdrepið í
Vesturbænum er hugsað til að geta
verið með annan fótinn í bænum
þessa mánuðina, þegar hvað snjó-
þyngst er yfir heiðina.
Við byrjum á byrjuninni, þennan
snjóþunga janúardag árið 1952.
„Þeir voru tveir sem báru okkur inn,
enda máttu konur ekkert gera eftir
barnsburð og við lágum í viku inni
í Fæðingarheimilinu,“ segir Valgeir.
„Hver heldurðu að hafi borið ykkur
upp til ömmu og afa? Enginn annar
en Gunnar Huseby,“ rifjar hann upp
hlæjandi og á þá við kúluvarparann
og afreksíþróttamanninn sjálfan.
„Bílstjórinn var svo sjálfur Guð-
mundur Jónasson, en enn aka um
bæinn rútur merktar honum. Hann
var eigandi snjóbílsins sem var kall-
aður Gussi. Ég átti nú síðar eftir að
kynnast honum betur þegar hann
keyrði okkur oft á skíði.“
Nú sjötíu árum síðar er erfitt að
ímynda sér að þurft hafi snjóbíl til
Víkingaskipssiglingin
olli stefnubreytingu
Valgeir byrjaði ungur að pikka á gítar og enn er gítarinn sjaldnast langt undan. Undanfarin ár hefur hann samið fjölda laga í afslöppuðu umhverfinu á Eyrarbakka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Valgeir er bókelskur maður og hafa Íslendingasögurnar alltaf heillað hann.
Hefur hann nú samið heilt lagasafn þeim tengt og kallar Saga Musica.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
að komast gatna á milli í miðbæn-
um, enda marautt í Vesturbænum
og ekkert útlit fyrir að breyting
verði á því.
„Já, nú er snjórinn á hröðu und-
anhaldi. Ég var mikið á skíðum í
gamla daga og fór alltaf þegar það
var hægt. En það er svolítið síðan ég
fór að hugsa: Látum þau bara skíða,“
segir hann í léttum tón, fullsaddur á
skíðamennskunni þó að hann segist
hafa verið góður skíðamaður.
Lærði að lesa þriggja ára
Fyrstu árin bjó Valgeir ásamt for-
eldrum og ömmu Sigríði og afa Val-
geiri í miðbænum og segist sjálfur
hafa verið kallaður innipúki, enda
hafði hann meira gaman af því að
sökkva sér í bækur en að taka þátt í
ærslaganginum utandyra.
„Ég lærði að lesa fyrir fjögurra ára
aldur en það var frænka mín, Guð-
rún Þorvarðardóttir, sem starfaði
lengi í leikhúsunum sem kenndi
mér það. Hún var fimm árum eldri
en ég og bara tók litla frænda, stillti
honum upp með Moggann sem var
alltaf keyptur á mínu æskuheimili,
enda faðir minn mikill Sjálfstæðis-
maður, og lét hann lesa.“
Valgeir lýsir því myndrænt hversu
stórt Morgunblaðið hafi verið fyrir
tæplega fjögurra ára gamlan lestrar-
hest. „Það sást kannski í hendurnar
á endunum og svo stóðu tveir litlir
fætur niður úr blaðinu.“
Lestraráhuginn fékk svo sannar-
lega að blómstra þegar Valgeir
dvaldi í fimm sumur á Galtarvita
hjá afabróður sínum, vitaverðinum
og rithöfundinum Óskari Aðal-
steini, Hönnu konu hans, sonum,
hundi, ketti og hesti.
„Bókaforðinn á Vitanum nam
hundruðum og voru allir veggir
huldir bókahillum,“ rifjar hann upp.
„Þetta var þvílíkt gósenland sem ég
tel mig hafa búið að allar götur síðan
og að hafi styrkt orðvitund mína.
Síðan bættist tónlistaráhuginn við
en Ríkisútvarpið var miðillinn sem
kveikti hann og hefur sá áhugi nú
fylgt mér í 60 ár. Meðal laga sem sitja
enn í mínu minni frá þessum árum
á Vitanum eru til dæmis danska
22 Helgin 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ