Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 66
Það eru
klárlega
lífsgæði að
geta nýtt
sér þessa
þjónustu.
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Pssst ...
Pantaðu
matinn heim
með einum smelli!
Þú finnur
Snjallverslun
Krónunnar í
App store
Play store
Anna Sigríður Ásgeirsdóttir
segir að það auki lífsgæði
fjölskyldunnar að geta nýtt
sér þá heimsendingarþjón-
ustu sem boðið er upp á hjá
mörgum fyrirtækjum í dag.
Hún er með stóra fjölskyldu
og því er hver aukastund
sem hún fær með henni
dýrmæt.
„Ég er gift fimm barna móðir í
Kópavoginum og reyni ávallt að
sinna fjölskyldunni vel samhliða
vinnu og tómstundum. Áhuga-
málin eru mörg en þau eru meðal
annars golf, skíði, fótbolti og hand-
Lífsgæði að geta nýtt sér heimsendingarþjónustu
Anna Sigríður
segir að það séu
mikil þægindi
að geta fengið
heimsendingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
bolti auk þess sem ég hef mikinn
áhuga á matar- og drykkjarmenn-
ingu og smakka góð vín. Svo elska
ég að ferðast,“ segir Anna Sigríður
sem kann svo sannarlega að njóta
þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Þegar að kemur að lífsgæðum
fjölskyldunnar finnst henni
skipta máli að hægt sé að nýta sér
heimsendingarþjónustu. „Það eru
klárlega lífsgæði að geta nýtt sér
þessa þjónustu. Hún lengir við-
verutímann heima umtalsvert og
það eru gæðastundir.“
Anna Sigríður segist fagna því
hversu framboðið í heimsending-
arþjónustu er orðið fjölbreytt.
Hvað er það helst sem þú ert að
kaupa þegar kemur að því að fá
vöru senda heim?
„Það er helst matvara, gjafavör-
ur, fatnaður og áfengi. Svo hefur
það komið sér ótrúlega vel þegar
við hjónin erum í útlöndum og
krakkarnir heima að geta pantað
mat og látið senda heim. Þá er oft
ekkert til í ísskápnum. En ég held
að ef maður myndi eingöngu nota
þessa þjónustu þá myndi maður
sakna þess að hitta ekki fólkið úr
hverfinu í búðinni sem er ávallt
mjög skemmtilegt. Það er að segja
þessi mannlegu samskipti eru svo
nauðsynleg fyrir okkur. En á móti
færi maður sennilega oftar í hár,
neglur, einhvers konar snyrtingu
og f leira til að uppfylla þessi nánu
samskipti.
Sömuleiðis finnst mér algjör
snilld að sumar blómabúðir eru
komnar með sjálfsala þar sem
hægt er að kaupa af þeim vendi
og f leira eftir lokun. Þetta kemur
ekki heimsendingum á vörum
við en er algjör snilld í f lóruna og
ég held að margir muni nýta sér
þetta. Allt til að gera lífið ein-
faldara,“ segir Anna Sigríður að
lokum og hlakkar til að fylgjast
með þróuninni í framtíðinni og
hvað kemur næst. ■
8 kynningarblað 22. janúar 2022 LAUGARDAGURHEIMSENDING