Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 37
Umsjón með starfinu hafa Hildur Jóna
Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) og
Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is).
E3 er framsækið fyrirtæki á sviði fjárfestinga,
en meginverkefni eru tengd fasteignum og
fjármálaafurðum.
E3 ehf. óskar eftir að ráða talnaglöggan, metnaðarfullan og drífandi einstaklingi, sem
hefur áhuga á reikningshaldi. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í samskiptum og vera
tilbúinn til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Starfssvið:
• Bókhald félagsins og tengdra félaga, þ. á m. viðskiptabókhald, lánardrottnabókhald,
launavinnsla og innheimta.
• Fjárreiðuumsjón og áætlanagerð, þ. á m. greiðsla reikninga, launa og annara útgjalda,
einnig greining og úrvinnsla tölulegra rekstrarupplýsinga.
• Undirbúningur árshlutareikninga, ársreikninga og skattframtala.
• Samskipti við endurskoðendur félagsins.
• Þátttaka í ýmsum umbótaverkefnum.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í reikningsskilum, viðskiptafræði eða sambærilegum greinum.
• 5 ára reynsla af vinnu við reikningshald. Reynsla af endurskoðunarskrifstofu er kostur.
• Góð greiningarhæfni.
• Nákvæmni í vinnubrögðum og samviskusemi.
• Jákvætt viðmót og lipurð í samskiptum.
• Sveigjanleiki og vilji til að ganga í fjölbreytt verkefni.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
• Góð almenn tölvukunnátta og reynsla af fjárhagskerfum.
Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar næstkomandi.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Sérfræðingur í reikningsskilum
Umsjón með starfinu hafa Hilmar
G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og
Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is).
Reiknistofa lífeyrissjóða er í eigu tíu
lífeyrissjóða sem eiga hugbúnaðarkerfið
Jóakim en síðar á árinu mun félagið taka
við rekstri þess. Jóakim heldur m.a. utan
um iðgjaldainnheimtu, réttindaskráningu
sjóðfélaga, lífeyrisgreiðslur, lánaumsýslu,
verðbréfavörslu og eignasafn lífeyrissjóða.
Kerfið er einnig notað af ýmsum aðilum utan
eigendahóps RL.
Starfsemi lífeyrissjóða hefur vaxið hratt
undanfarin ár og um leið hafa þarfir og kröfur
um sterkari tæknilega innviði og stafræna
þróun aukist samfara því. RL býður því upp
á starfsumhverfi þar sem reynir á vilja til
þróunar og vaxtar án þess að slakað sé á
kröfum um gæði og öryggi í rekstri.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Reiknistofa lífeyrissjóða (RL) leitar að öflugu fólki til að vinna að spennandi verkefnum við að
þjónusta núverandi viðskiptavini ásamt því að byggja upp núverandi hugbúnaðarkerfi í eigu RL sem
heldur m.a. utan um iðgjaldainnheimtu, réttindaskráningu sjóðfélaga, verðbréfavörslu og eignasafns
lífeyrissjóða, og lífeyrisgreiðslur.
Reiknistofa lífeyrissjóða leitar að fjölhæfum hugbúnaðarforriturum með víðtæka reynslu (full-stack)
í fullt starf hjá félaginu.
Sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá RL ert þú hluti af hóp sem er ábyrgur fyrir þróun og rekstri á
bakendakerfum lífeyrissjóða og framþróun þeirra. Kerfin eru undirstaða sjálfvirkni í allri þjónustu
og nýtt af helstu lífeyrissjóðum landsins.
Hugbúnaðarsérfræðingar
Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar næstkomandi.
Sótt er um störfin á www.vinnvinn.is.
Reiknistofa lífeyrissjóða óskar eftir að ráða sérfræðing í kerfisrekstri/DevOps með víðtæka reynslu
í fullt starf hjá félaginu.
Sem sérfræðingur í kerfisrekstri hjá RL ert þú hluti af hóp sem er ábyrgur fyrir rekstri á
bakendakerfum lífeyrissjóða ásamt viðhaldi og framþróun þeirra. Kerfin eru undirstaða
sjálfvirkni í allri þjónustu og nýtt af helstu lífeyrissjóðum landsins.
Sérfræðingur í kerfisrekstri/DevOps
Vilt þú taka þátt í að móta
tæknilega framtíð lífeyrissjóða?
Reiknistofa lífeyrissjóða óskar eftir að ráða sérfræðinga í þjónustuteymi í fullt starf hjá félaginu.
Sem starfsmaður í þjónustuhópi hjá RL ert þú hluti af hóp sem er ábyrgur fyrir mótun og
uppbyggingu á framtíðarsýn félagsins hvað varðar tæknilega þjónustu.
Sérfræðingar í þjónustuteymi