Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 10
Það geta verið skilnaðar mál í gangi þar sem annar makinn tilkynnir hinn út af heimilinu. Margrét Hauks- dóttir, forstjóri Þjóðskrár Íbúi á höfuðborgarsvæðinu segist hafa tvívegis lent í því að ókunnir erlendir aðilar hafi skráð sig til lögheimilis í íbúð hans, í hans óþökk. Hann segir að marga mánuði hafi tekið að fá leiðréttingu. ninarichter@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Íbúi í Reykjavík sem vill ekki láta nafns síns getið, segist tvívegis hafa lent í því að ókunnir erlendir aðilar hafi skráð sig til lög­ heimilis í íbúð hans. Hann segir að marga mánuði hafi tekið að fá leið­ réttingu í málinu. Forstjóri Þjóðskrár segir að sam­ kvæmt stjórnsýslulögum beri Þjóð­ skrá að kanna báðar hliðar í slíkum málum og það taki að jafnaði sex vikur. „Sagan hófst með bréfi frá Þjóð­ skrá sem tilkynnti okkur um að nafngreindur, erlendur maður, okkur algerlega ókunnur, hefði skráð lögheimili sitt í íbúð okkar,“ segir íbúinn. „Færi var gefið á að tilkynna raf­ rænt um ranga skrásetningu, en til að það væri hægt þurfti kenni­ tölu einstaklingsins, sem Þjóðskrá neitaði að gefa mér upp vegna per­ sónuverndar. Tilkynninguna var því alls ekki hægt að senda, eins og boðið var upp á.“ Íbúinn segist hafa mótmælt skráningunni formlega þegar í stað, bæði bréfleiðis og með heimsókn í afgreiðslu Þjóðskrár, þar sem hann kveðst hafa afhent ljósrit af gögnum vegna málsins. Hann hafi fengið þau svör að ekkert væri hægt að aðhaf­ ast í málinu fyrr en að rannsókn lokinni. „Mörgum mánuðum seinna hurfu nöfnin svo þegjandi og hljóðalaust frá þessu lögheimili, samkvæmt þjóðskránni í bank­ anum mínum, en ekkert bréf barst um málin frá Þjóðskránni, hvorki um að málin hefðu verið rannsök­ uð né nein afsökun á þessari lélegu afgreiðslu,“ segir íbúinn. Þjóðskrá hefur ekki heimild til að afskrá íbúa af lögheimili án þess að rannsókn fari fyrst fram. „Sam­ kvæmt stjórnsýslulögum ber okkur að kanna það, við getum ekki tekið einhliða ákvörðun út frá þinglýst­ um eiganda,“ segir Margrét Hauks­ dóttir, forstjóri Þjóðskrár. Blaðinu hafa borist ábendingar um óánægju þinglýstra eigenda íbúðahúsnæðis, þar sem ókunn­ ir einstaklingar hafi skráð sig til heimilis án samþykkis eigenda eignarinnar. Skráningin fer fram rafrænt, tekur nokkrar sekúndur, og því þarf eingöngu að framvísa kennitölu og netfangi. Margrét segir að stofnunin fái fjölda slíkra erinda á hverju ári, frá þinglýstum eigendum húsnæðis. „Við fáum mörg svona mál á hverju einasta ári. Á síðasta ári hafa málin verið um fimm hund­ ruð,“ segir Margrét. Tilvikin séu af ýmsum toga. „Það geta verið skiln­ aðarmál í gangi þar sem annar mak­ inn tilkynnir hinn út af heimilinu.“ Margrét segir að í kjölfarið hafi Þjóðskrá samband við viðkomandi sem er sagður ekki búa í eigninni. „Við erum með tölvupóstfang hjá nánast öllum sem eru skráðir til lögheimilis.“ Hún segir starfsmenn Þjóðskrár gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá afstöðu aðilans. „Ef það koma ekki svör reynum við að leita dýpra og höldum þessum málum vel gangandi. Hvort það sé vís­ bending um að viðkomandi sé ekki á landinu eða hafi ekki greitt stað­ greiðsluskatt í einhvern tíma.“ Að sögn Margrétar er Þjóðskrá með beinan aðgang að staðgreiðslu­ skrá Skattsins. Í svari Þjóðskrár við fyrirspurn blaðsins um hvort mál af þessum toga skerði bótarétt heimilisfólks segir: „Varðandi réttarstöðu þeirra sem eru með einhvern skráðan á eigninni sinni, geta vissulega komið upp mál þar sem þetta getur valdið óþægindum, til að mynda vegna réttinda til bóta.“ Aðspurð hvort hugsanlega sé betra kerfi að krefja þinglýstan eig­ anda um samþykki áður en hægt er að ganga frá skráningu segir Mar­ grét: „Það er gríðarleg krafa um hraða í skráningu lögheimils.“ Hún segir að eyðublaðið sé sjálf­ virkt og notast sé við kerfi sem þróað hafi verið um langa hríð. „Fyrir tíu árum var sex vikna bið eftir því að fá lögheimili sitt skráð.“ Margrét bendir á að slík töf geti líka skert rétt til bóta, auk annarra rétt­ inda. Hagsmuna notenda sé því betur gætt með því að lögheim­ ilisskráning, sem sé án vandkvæða í 99,8 prósentum tilvika, sé sjálfvirk. „Við vitum líka að það næst ekkert alltaf í þinglýstan eiganda,“ segir hún. Margrét segir Þjóðskrá einnig hafa haft frumkvæði að því að hafa samband við eigendur fasteigna ef fjöldi einstaklinga er óvenju mikill miðað við stærð húsnæðis, til að kanna hvernig búsetu sé hagað. n Þjóðskrá beri að rannsaka báðar hliðar mála Fólk skráir sig iðulega til lögheimilis í óþökk eigenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu Stjórnarráð Íslands Utanríkisráðuneytið© World Bank Photo Collection Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að vinna að framgangi heims- markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun? Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Fyrirtæki leggja þannig af mörkum við að draga úr fátækt og stuðla að sjálfbærni með eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þróunarlöndum. Um leið auka þau samkeppnishæfni sína á framtíðarmörkuðum. Sérstaklega er hvatt til þess að verkefni stuðli að jafnrétti kynjanna og að jákvæðum umhverfis- og loftslagsáhrifum. • Allar upplýsingar er að finna í verklagsreglum og lista yfir gjaldgeng samstarfslönd undir www.utn.is/atvinnulifssjodur • Umsóknir þurfa að berast í gegnum miðlæga þjónustugátt hins opinbera: www.island.is/atvinnulifssjodur • Styrkir verða auglýstir þrisvar sinnum á árinu 2022 með umsóknarfresti 3. febrúar, 3. maí og 3. október 2022. • Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á netfangið atvinnulifssjodur@utn.is kristinnhaukur@frettabladid.is MANNRÉTTINDi Þriðja allsherjar­ úttekt á stöðu mannréttindamála á Íslandi fer fram hjá mannréttinda­ ráði Sameinuðu þjóðanna í Genf á þriðjudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð­ herra leiðir íslensku sendinefndina. Að þessu sinni eru það Finnar, Arg­ entínumenn og Senegalar sem hafa umsjón með úttekt Íslands. Úttektirnar eru liður í kerfi sem komið var á árið 2008, til þess að aðildarríki gætu veitt hverju öðru aðhald. Ísland var tekið fyrir í fyrsta skiptið árið 2011 og síðan aftur árið 2016. Þó Ísland skori gjarnan hátt í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að mannréttindum, þá hafa ýmsar athugasemdir og ítrekanir komið fram í þessum úttektum. Árið 2011 var þrýst fast á Ísland að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá var einnig nefnt að Ísland hefði ekki lagalega skilgreiningu á kyn­ þáttamismunun, gerði ekki nóg til þess að tryggja forvarnir gegn kyn­ ferðisofbeldi gegn börnum og þyrfti að nútímavæða fangelsiskerfið. Árið 2016 lutu f lestar athuga­ semdirnar að því að Ísland þyrfti að fullgilda sáttmála gegn pyndingum annars vegar og sáttmála gegn kyn­ bundnu ofbeldi og heimilisofbeldi hins vegar, Istanbúl sáttmálann. „Mörg jákvæð skref hafa verið stigin í átt að aukinni vernd mann­ réttinda á Íslandi á undanförnum árum,“ segir Katrín. „Eftir síðustu úttekt, sem fór fram árið 2016, hafa mörg mikilvæg mál orðið að lögum, eins og ný jafnréttislöggjöf, lög um kynrænt sjálfræði og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.“ Istanbúl sáttmálinn hafi verið fullgiltur og ráðist í margháttaðar úrbætur til að takast á við kynbundið og kyn­ ferðislegt ofbeldi og áreitni. Einnig stofnaður stýrihópur um mannrétt­ indi sem fylgi úttektunum eftir. Katrín segir lögfestingu Samn­ ingsins um réttindi fatlaðs fólks í undirbúningi og ný sjálfstæð Mann­ réttindastofnun, sem er eitt af þeim atriðum sem Ísland hefur verið talið vanta í úttektum. „Ísland á von á því að fá fjölmörg tilmæli og ábendingar um næstu skref. Þær ábendingar verða síðan notaðar í að bæta stöðu mannrétt­ inda á Íslandi,“ segir Katrín. n Katrín býst við góðu aðhaldi frá jafningjum Katrín Jakobsdóttir ræðir mannréttindamál í Genf. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 10 Fréttir 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.