Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 34
Þegar fólk
hefur
vanist því
að fá góðan
mat heim
að dyrum
eru ekki
líkur á að
sú þjón-
usta hverfi,
jafnvel þó
að farald-
urinn
hætti að
vera
vandamál.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr
@frettabladid.is
Heimsendingarþjónusta á
tilbúnum mat hefur aukist
gríðarlega frá því að farald-
urinn hófst og hjálpað veit-
ingahúsum að halda áfram
starfsemi á erfiðum tímum.
Ekkert bendir til þess að
vinsældir slíkrar þjónustu
muni dvína og hún er farin
að þróast í nýjar áttir.
Um allan heim hefur veitinga-
geirinn gengið í gegnum erfiða tíma
frá því að faraldurinn hófst vegna
samkomutakmarkana, lokana,
sóttkvíar og annarra sóttvarnaað-
gerða. En heimsendingar hafa
hjálpað veitingahúsum að halda sér
á floti og koma mat til viðskipta-
vina sem sitja heima og hafa jafn-
mikinn áhuga á að kaupa þennan
mat þrátt fyrir takmarkanir.
Gríðarlega hraður vöxtur
Þessi þróun var hafin áður en far-
aldurinn skall á en hún hefur orðið
mjög hröð eftir að hann hófst. Það
eru fáir geirar sem hafa vaxið eins
mikið og heimsendingar síðan far-
aldurinn hófst, sérstaklega á mat,
og margir veitingastaðir sem buðu
aldrei upp á heimsendingar áður
neyddust til að færa sig yfir í að
sinna þeim eingöngu. Í þeim hópi
eru meðal annars fínni veitinga-
hús, sem höfðu aldrei íhugað að
bjóða upp á heimsendingar þar til
faraldurinn gjörbreytti aðstæðum.
Í Bretlandi varð 3,7 milljarða
punda vöxtur í heimsendingum
á tilbúnum mat árið 2020 og þær
urðu 11,4 milljarða punda virði,
sem er tvöfalt meira en árið 2015.
Stærsta fyrirtækið á þessum
markaði í Bretlandi, Just Eat, jók
tekjur sínar um 42 prósent frá 2019
til 2020 og annað vinsælt fyrirtæki,
DoorDash, meira en þrefaldaði
tekjur sínar á milli áranna. Þessi
vöxtur hélt svo bara áfram árið
2021. Vöxturinn hefur líka verið
mikill hér á landi og það er eftir
nógu að slægjast.
Komið til að vera
Veitingastaðir eru víða farnir að
geta tekið aftur við viðskipta-
Heimsendingarþjónusta
hefur blómstrað í faraldri
Heimsendingarþjónusta á mat hefur aukist gríðarlega í faraldrinum og er farin að þróast í nýjar áttir. Það er ekkert
sem bendir til þess að hún dragist saman þegar honum lýkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
vinum en það eru margir sem hafa
vanist þægindunum sem fylgja því
að geta pantað mat heim. Það eru
líka ekki bara veitingastaðir sem
hafa boðið upp á heimsendingar,
heldur hafa bakarí, kaffihús og
aðrir matsölustaðir tekið þátt í
þessari þróun.
Þegar fólk hefur vanist því að
fá góðan mat heim að dyrum eru
ekki líkur á að sú þjónusta hverfi,
jafnvel þó að faraldurinn hætti að
vera vandamál. Það virðist sem
þetta sé þróun sem faraldurinn
færði okkur sem verði áfram hluti
af hversdagslífinu þegar hann er
að baki.
Þróast í nýjar áttir
Í Bretlandi og Bandaríkjunum
er heimsendingarþjónusta á til-
búnum mat að þróast í nýjar áttir.
Margir viðskiptavinir þar ytra
kvarta yfir því að geta ekki pantað
frá mörgum veitingahúsum í einu
og fengið alla réttina á sama tíma,
til dæmis ef einhvern langar í
sushi og aðrir vilja pitsu, þannig
að nú eru sum heimsendingar-
fyrirtæki farin á bjóða upp á slíka
þjónustu.
Eitt þeirra er rekið af matvæla-
fyrirtækinu C3 og til að tryggja
að allur maturinn sé eldaður og
afhentur á sama tíma rekur fyrir-
tækið 800 svokölluð „myrkvuð“
eða „drauga“-eldhús um gervöll
Bandaríkin. Það eru vöruhús með
eldunaraðstöðu þar sem nokkur
ólík eldhús starfa undir sama þaki
og þau eru öll eingöngu að búa til
heimsendar máltíðir. Í samtali við
BBC kallaði framkvæmdastjóri C3
þetta „Netflix matarpantana“.
Í þessum sömu löndum eru lög
um matvælaframleiðslu líka ólík
okkar og þar er leyfilegt að selja
tilbúinn mat beint úr heima-
húsi. Þess vegna eru enn önnur
heim sendingarfyrirtæki farin að
tengjast færum kokkum sem elda
góðan mat heima hjá sér og vilja
selja hann til almennings.
Heimsendingar á tilbúnum mat
eru því enn að aukast og þróast og
ekkert bendir til þess að endalok
faraldursins stöðvi þessa þróun. ■
Pantaðu mat
heim eða í take away
Yfir 20.000 notendur!
Sæktu appið og pantaðu mat
með Dineout Iceland
dineout.is/pantamat
Dineout_Frettabladid_jan2022_hvitt.indd 1 1/20/2022 11:40:08 PM
Heimsendingar frá yfir 120 veitingastöðum
á höfuðborgarsvæðinu á 100% rafmagni.
Meiri tími fyrir þig!
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
4 kynningarblað 22. janúar 2022 LAUGARDAGURHEIMSENDINGAR