Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.01.2022, Blaðsíða 18
Mér fannst liðið vinna vel úr þessum aðstæð- um gegn Dönum. Jóhann Ingi Gunnarsson, sál- fræðingur 18 Íþróttir 22. janúar 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 22. janúar 2022 LAUGARDAGUR Heilsudagar Fjarðarkaupa eitök velun Frábær tilboð Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2022 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2022. Verðlaun að upphæð 1.000.000 króna verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin. Útgáfuréttur verðlauna- handrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunin niður þetta árið. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi miðvikudaginn 1. júní 2022. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2021 fyrir handritið að ljóðabókinni Troðningar. Sálfræðingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson vinnur með dóm- urum á Evrópumótinu í hand- bolta, samhliða því að vinna með íslenska landsliðinu, og fær því aðra sýn á mótið en samlandar hans. Hann segir aðdáunarvert hvernig Strák- arnir okkar hafa tekið á smit- unum sem eru komin upp.  hordurs@frettabladid.is HANDBOLTI Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur er orðinn fastur partur af Evrópumótinu í handbolta. Í tólf ár hefur Jóhann Ingi verið andlegur styrktarþjálfari dómara á mótinu. Aðbúnaður dómara í kringum leiki fer stöðugt batnandi, en Evrópu- mótið í ár fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. „Þetta er sjötta mótið í röð, yfirleitt á svona mótum eru dómarar bara með sjúkraþjálfara, nuddara og allt það, en hér er það andlega heilsan líka. Dómarar eru svo bara með þjálfarateymi sem kemur frá Spáni og það eru æfingar á hverjum degi. Dómarar æfa eins og atvinnumenn á svona móti. Fólk heldur kannski að þetta séu bara áhugamenn en það er mikið lagt í þetta. Þeir leggja svaka- lega vinnu á sig, þeir undirbúa sig eins og leikmenn,“ segir Jóhann Ingi. Þegar dómarar hafa lokið störfum er það Jóhanns að setjast niður með þeim. „Ég gef þeim endurgjöf. Við förum yfir hvernig þeir tókust á við aðstæður, samskiptin við leikmenn og þjálfara og allt í þeim dúr,“ segir Jóhann og bætti við sögu af þeim dómurum sem dæmdu leik Íslands og Ungverjalands, þar sem heima- menn sátu eftir með sárt ennið. „Annar þeirra sagði við mig að hann væri með sektarkennd, honum fannst leiðinlegt að sjá heimaliðið detta út. Ég sagði honum að þetta væri samkennd. Það er ekki auðvelt að vera í svona andrúmslofti og vera hlutlaus. Mér finnst þetta gott dæmi um hvernig dómarar eru í dag. Þetta sýnir þroska, styrk og mennsku.“ Jóhann Ingi er fyrrverandi hand- boltamaður og þjálfari, hann starfar með mörgum leikmönnum víðs vegar um heim. Að auki er hann alltaf á bak við tjöldin hjá íslenska landsliðinu. Íslenska liðið glímir við Covid-19 veiruna, en sex leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins hafa greinst smitaðir. „Þetta hefur auðvitað áhrif á leik- menn, nýi veruleikinn okkar er að lifa í óvissu. Stóra markmiðið í lífinu hér áður fyrr var kannski að reyna að draga úr óvissu, en í dag er lífið ein stór óvissa. Sérfræðingar segja okkur eitt annan daginn og allt annað dag- inn eftir, fólk er farið í hringi með þetta á tveimur árum. Mér fannst liðið vinna vel úr þessum aðstæðum gegn Dönum og nú vona menn bara að það detti ekkert meira inn. Það er allt gert til þess, ég veit að hópurinn er að höndla þetta ótrúlega vel,“ segir Jóhann Ingi. n Íslenski hópurinn höndlað Covid-aðstæðurnar vel Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi misst sex lykilleikmenn á skömmum tíma rétt fyrir leikinn gegn Dönum, tókst Ís- lendingum að halda haus og veita heimsmeisturunum verðuga mótspyrnu í leik liðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR ÍSÍ tilkynnti í gær, þegar tvær vikur voru í setningar- hátíðina, að Hólmfríður Dóra Frið- geirsdóttir, Isak Pedersen, Kristrún Guðnadóttir, Snorri Einarsson og Sturla Snær Snorrason, yrðu full- trúar Íslands á Vetrarólympíuleik- unum í Peking. Alls fara tólf ein- staklingar utan með íþróttafólkinu okkar, þar á meðal forseti ÍSÍ og for- maður Skíðasambandsins, og verða viðstaddir setningarhátíðina og fyrstu keppnisdagana. Sex þjálfarar verða með í för, læknir, f lokksstjóri og tveir fararstjórar. Hólmfríður Dóra og Kristrún eru að fara á sína fyrstu leika en Isak, Snorri og Sturla Snær kepptu allir fyrir Íslands hönd á Ólympíu- leikunum 2018. Hólmfríður keppir í svigi, stór- svigi og risasvigi og Kristrún í sprettgöngu í skíðagöngu. Sturla Snær keppir í svigi og stórsvigi í karlaflokki, Isak í sprettgöngu og liðakeppni í sprettgöngu, þar sem hann keppir ásamt Snorra. Snorri keppir í f lestum greinum af Íslendingunum, en hann keppir í 15 km, 30 km og 50 km skíðagöngu ásamt því að vera í liði Íslands í sprettgöngu með Isaki. n Tvær á Ólympíuleika í fyrsta sinn Hólmfríður Dóra keppir í svigi, stór- svigi og risasvigi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.